Andvari - 01.01.1997, Side 68
66
SKÚLI PÁLSSON
ANDVARI
hann kynnti sér heimspeki upp úr 1920 en margir þeirra eru að mestu
gleymdir núna. Auk þess eru heimspekibækur Brynjólfs oft myrkar vegna
þess að sjálfar kenningarnar eru á köflum óljósar. Það má gagnrýna hann
fyrir að vera nokkuð hirðulaus um hugtakanotkun. Stundum notar hann
fræðileg orð, og stundum býr hann til ný orð, án þess að skilgreina þau.
Hann ætlaði sér aldrei að setja fram endanlegt kerfi kenninga og telur sig
ekki hafa fundið sannleikann um viðfangsefni sín, hann er aðeins að leita
sannleikans. Þessvegna er erfitt að festa hendur á ákveðnum atriðum í
heimspeki hans og segja: þetta er kenning Brynjólfs. Loks er að geta þess
að Brynjólfur færist ákaflega mikið í fang, hann vill móta nýja heimsskoð-
un, hann er að leita að kenningu sem nær yfir allan heiminn og allt sem í
honum er. Sá sem ætlar sér slíkt kemst ekki hjá því að nota orð í annarri
merkingu en við erum vön. Stundum talar hann um að ekki séu til orð til
að segja það sem honum liggur helst á hjarta, jafnvel að það sé einhvers-
konar innsýn sem ekki sé hægt að tjá með orðum. Þarna er hann kominn
að „mörkum mannlegrar þekkingar“.
Tilbrigði og stef í heimspeki Brynjólfs
Þótt bækurnar komi víða við eru ákveðin grundvallaratriði aldrei langt
undan. Sífellt er á ferðinni spurning sem má orða á þessa leið: Hvernig er
maður, sem lifir takmarkaða ævi og hefur takmarkaða hugsun, staddur í
heimi sem er óendanlegur? Þessi spurning er eins og stef sem kemur fram í
margvíslegum tilbrigðum í öllum bókunum. Tilbrigðin má flokka í þekk-
ingarfræði, frumspeki, siðfræði og jafnvel rökfræði. í fyrstu bókunum veltir
hann fyrir sér hvort tilvera mannsins geti verið meira en blossi í eilífðar-
myrkri og hér reynir hann að færa rök fyrir því að til sé einhverskonar
framhaldslíf. í þekkingarfræði veltir hann fyrir sér hvort þekking mannsins
sé aðeins túlkun, og í besta falli nytsamlegt tæki, eða hvort maðurinn eigi
kost á sannri þekkingu. í siðfræði veltir hann fyrir sér hvort eitthvað hafi
endanlegt gildi.
Spurningar af þessu tagi vakna í ákveðnu samhengi og innan ákveðinnar
heimsmyndar. Þær koma upp þegar við sjáum fyrir okkur hugsun mannsins
aðskilda frá heiminum og af allt öðru tagi en heiminn. Einn helsti áhrifa-
maðurinn í að koma á þessari heimsmynd var franski heimspekingurinn
Descartes. Til hægðarauka getum við sagt að hér sé á ferðinni skipting sem
má kenna við anda og efni. Samkvæmt kenningu Descartes er maðurinn
fyrst og fremst hugsandi vera. Maðurinn lifir í hugarheimi sínum og það
eina sem hann hefur milliliðalausan aðgang að eru hugmyndir. Fyrir utan