Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 86

Andvari - 01.01.1997, Síða 86
84 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI leitan Finns, en árið eftir varð hann leyndarskjalavörður og þá var endir bundinn á fyrirlestrahald hans við listaháskólann. Háskólafyrirlestrar Finns fengu ekki eins mikla umfjöllun í bréfum hans. Konungsúrskurður 10. apríl 1818 mælti svo fyrir að hann skyldi halda opin- bera fyrirlestra við háskólann um norrænar fornbókmenntir. Um 30 nem- endur sóttu þessa fyrirlestra veturna 1817-1819 samkvæmt skrá yfir tíma- sókn, þar á meðal voru íslendingar. Jprgen Jensen gerir nokkra grein fyrir háskólafyrirlestrum Finns í riti sínu Thomsens Museum og viðhorfi hans til fornleifafræðinnar. Fyrirlestrarnir hafi verið mjög samhljóða þeim fræðikenningum sem þá voru í tísku. Jensen kallar þá furðulega blöndu af goðfræðilegum og vísindalegum hugmyndum, en talar jafnframt um „imponerende fors0g“ að fella þetta tvennt saman.lh Samhliða kennslu og rannsóknum á norrænni goðafræði hófst Finnur handa um að snúa Eddukvæðunum á dönsku. Þau komu út í fjórum bind- um á árunum 1821-23. Þýðingarnar voru í bundnu máli, en stuðlasetning frjálslegri en í frumkvæðunum. Þessi þýðing hefir hlotið þá umsögn að vera á fallegri dönsku.19 Rúnakveðskapur Segja má að frægðarferill Finns hefjist á árinu 1815. Þetta sumar voru Frið- rik konungur VI. og drottning hans krýnd og áttu auk þess silfurbrúðkaup. Finnur Magnússon hafði ekki farið í launkofa með konunghollustu sína í verki þegar á reyndi gagnvart Jörundi hundadagakonungi. Nú greip hann til skáldgáfunnar og færði konungi og drottningu kvæði af tilefni krýningar- innar. Þetta voru fimm erindi undir hrynhendum hætti, en það sérstæða við það var að kvæðið var í fjórum gerðum. Fyrst var það ritað með rúnum á íslensku, næst á sama máli með venjulegu letri, síðan þýðing á dönsku i bundnu máli og loks kom latnesk þýðing í óbundnu máli. Konungur vildi ekki láta hjá líða að launa skáldi sínu kvæðið. Því fékk hann Grím Thorkelín og Birgi Thorlacius til að semja greinargerð um ágæti þess. Þeir kváðu upp þann dóm að það væri kveðið með sama brag- arhætti og dróttkvæði fornaldar og bæri vitni um þekkingu höfundar á forníslensku máli sem dönsk tunga væri runnin frá. Höfundur sé handgeng- inn Eddukvæðum og nái einkennum hins forna norræna skáldskapar auk þess að kunna full skil á dönskum konungum af ætt Skjöldunga. Þá sýni kvæðið rúnaþekkingu höfundar og færni í viðfangi við fornan norrænan skáldskap. Einnig töldu þeir Finn í fremstu röð íslenskra skálda. Árið 1814 hafi hann skrifað um kvæði Ossíans og borið þau saman við norrænar heimildir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.