Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 114

Andvari - 01.01.1997, Síða 114
112 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI leiðist helst út í skriftir sem aðalstarf vegna ógæfu í ástarlífinu. Þeirri um- fjöllun lýkur á þessum orðum: „Hún var sjaldan kölluð ’skáldkona’, þó að sú nafnbót væri gefin ýmsum öðrum konum fyrir ekki meira framlag til bókmenntanna. Hún var frú Theodora. Það var eins og fólki þætti óviðeig- andi einskorðun í því fólgin, ef nokkurri umsögn vegna þess, sem hún hafði gert, væri bætt við það, sem hún var.“13 Nú gætu illar tungur spurt hvers vegna Sigurður hafi þá ekki talið „óvið- eigandi einskorðun“ að klína hjúskaparstöðu Theodoru framan við nafn hennar. Hvers vegna mátti hún þá ekki vera Theodora? Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að Sigurður er ekki síður aðdáandi Theodoru en Kristinn og hann talar jafnan sem málsvari hennar í þessari ritgerð. Þess ber og að gæta að umfjöllun hans um Theodoru ber mjög keim af afstöðu hans til bókmennta almennt sem kristallast í þeim orðum hans að hann telji merkilegt sálarlíf mikilvægara en merkilegar bókmenntir.14 Aftur á móti fer ekki hjá því að það er alvarlegur galli á ritgerð hans að þar er fjallað um Skúla Thoroddsen á kostnað Theodoru og nánast ekkert um skáldskap hennar. Persónan Theodora kæfir skáldið gjörsamlega og Skúli þau bæði. Þó að Skúli sé einn merkasti stjórnmálamaður íslands fyrr og síðar er ekki þar með sagt að hann eigi að hertaka umfjöllun um konu sína og þó að Theodora hafi verið stórbrotinn persónuleiki þarf ekki að leiða af því að skáldskapur hennar verðskuldi ekki umfjöllun, óháð henni. Síðan ritsafnið og ritgerð Nordals voru gefin út hefur lítið verið fjallað um skáldskap Theodoru á fræðilegan hátt, hún liggur enn nánast óbætt hjá garði. Rétt er þó að geta þess að í yfirlitsgreinum Helgu Kress og síðar Soffíu Auðar Birgisdóttur hefur hún verið sett í samhengi kvennabók- menntasögu. Báðar víkja Helga og Soffía talsvert að því sem lesa má úr þeim fáu línum sem eftir Theodoru liggja um sinn eigin skáldskap. Kemur þar fram að þó að Theodora hafi verið sæl í hjónabandinu og fráleitt sé að kalla Skúla Thoroddsen kvennakúgara var hún meðvituð um þá kúgun sem formæður hennar höfðu mátt þola öldum saman á íslandi og ánauð þess kvenlega hlutskiptis að gæta bús og barna.15 Nýlega hefur svo Sveinn Skorri Höskuldsson sett Theodoru og þulurnar í samhengi nýrómantíkur, tengt kliðmjúkan hátt þulunnar „við þá hugsjón Paul Verlaines og sporgöngu- manna hans meðal táknstefnuskálda að virkja tóngildi og tónfall málsins.“16 Jafnframt sýnir hann fram á áhrif norrænna og íslenskra skálda úr samtíð Theodoru á þulurnar, Guðmundar Björnssonar, Einars H. Kvarans og hins sænska Frödings.17 Þar með er ljóst að Theodoru er ekki best lýst sem „þjóðræknu íhaldi“, hún tengist nýrómantík og þulurnar eru formleg nýj- ung í íslenskri ljóðagerð. Þessi umfjöllun Helgu, Soffíu Auðar og Sveins Skorra er vísir að endur- mati á Theodoru úr ýmsum áttum og viðleitni til að frelsa skáldskap henn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.