Andvari - 01.01.1997, Page 134
132
ÞRÖSTUR HELGASON
ANDVARI
Sigga Mens velgdi mér undir uggum með því að láta þess getið, að alltaf mætti eiga
von á að sjá föður sinn reiddan heim gegndrepa og drukknaðan, og Begga gamla lét
til leiðast að segja mér [. . .] sögur, . . . (1973:1,126).
Hér bíður Uggi í ofvæni eftir því að faðir hans komi heim úr kaupstaðar-
ferð sem virðist af textanum að dæma hafa tekið nokkra daga. Löng máls-
grein leggur áherslu á skynjun Ugga á tímanum sem honum finnst líða ansi
hægt þrátt fyrir ýmis uppátæki. Sama stílbragð er notað hér og í síðasta
dæmi, klifun, sem bindur textann saman í eina heild en gerir hann um leið
langdreginn. Langar setningar gera stílinn hægan. Þannig magnast hughrif
textans, eftirvænting Ugga.
í þýðingu Gunnars hefur málsgreina- og efnisgreinaskipan verið breytt
og klifuninni sleppt, eins og í fyrsta dæminu, á kostnað áhrifa frumtextans.
Ástæðan fyrir því að Gunnar styttir málsgreinarnar kann að felast í róm-
antísku viðhorfi hans til íslenskrar tungu, ef svo mætti kalla; hann hafi með
öðrum orðum ekki talið sér stætt á því að halda þessum löngu málsgreinum
danska textans í íslenskri gerð hans og brjóta þar með gegn hefðinni um
knappan stíl. Stíll Gunnars í dönsku gerðinni er reyndar afar knappur þeg-
ar á heildina er litið og má eflaust rekja það einkenni til íslenskrar stílhefð-
ar. Fyrr á öldinni þekktu Danir þetta stílafbrigði einungis úr impressjónísk-
um lausamálsbókmenntum frá síðustu aldamótum og úr fornnorrænum
bókmenntum sem hafa vitanlega ekki haft jafn sterk áhrif þar og hér.9 Má
því segja að Gunnari hafi ekki verið sniðinn eins þröngur stakkur af
danskri stílhefð og þeirri íslensku, því hafi hann getað leyft sér að bregða
út af meginreglu sinni í frumtextanum en ekki í þýðingunni.
Þessu til stuðnings má benda á að í danskri endurútgáfu á Fjallkirkjunni,
sem kom út á árunum 1964-1967 og er talsvert breytt,10 heldur Gunnar þess-
ari löngu málsgrein og gott betur því hún verður þar ellefu orðum lengri en
í frumtexta. Bendir það til þess að hér sé ekki um að ræða allsherjarþróun í
rithætti Gunnars til knappari stíls heldur mismunandi stílhefð tveggja
tungna. Þess má einnig geta að í þýðingum sínum á öðrum höfundum stytt-
ir Gunnar langar málsgreinar nánast undantekningarlaust; er þetta sérstak-
lega áberandi í þýðingu hans á Mikkjáli frá Kolbeinsbrú eftir þýska skáldið
Heinrich von Kleist (1777-1811) en stíll von Kleist er afar lotulangur.11
Halldór lætur hins vegar ekki hefðina aftra sér í þýðingu sinni á ofan-
greindu dæmi og heldur fast við frumtextann. Árið 1941 hefur þýðendum
samt áreiðanlega fundist þeir hafa minna svigrúm til að skrifa svo lotulang-
an stíl en þrjátíu árum síðar þegar Gunnar vinnur þýðingar sínar12:
Mér fannst tíminn, sem þeir voru í burtu, engan enda ætla að taka. Þótt ég gerði bæði
að skrifa „miða“ og fá „miða,“ þótt móður mína brysti ekki þolinmæði að segja mér
allt, sem hún vissi, um það, hvernig lífinu er lifað í kaupstað, þótt Bjössi hefði nægan