Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 47
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
45
Aðalbjörg Sigurðardóttir, sem þá var nýlega áttræð, um bókina á
fundi í KRFÍ við góðar undirtektir og þremur árum síðar las Soffía
Guðmundsdóttir bókina í útvarpið í styttri þýðingu sinni.
Hreyfingin barst til Danmerkur fyrst Norðurlanda, þá Svíþjóðar
og laust eftir 1970 til Noregs. Róttækar aðgerðir kvenréttindakvenna
austan hafs og vestan fóru síður en svo framhjá íslenskum konum,
þær tóku vel eftir því sem var að gerast erlendis. Loks ber ekki að
vanmeta að ungar íslenskar konur stunduðu í auknum mæli fram-
haldsnám erlendis og komu heim með afdráttarlausar kröfur um
kvenfrelsi.120
Nú verður í örfáum orðum vikið að því hvernig íslenskum jafnrétt-
ismálum var háttað þegar hér var komið sögu. Þar er fyrst til að taka
að nýjar hugmyndir voru teknar að setja svip sinn á kvenréttinda-
baráttuna á sjöunda áratug. Svava Jakobsdóttir er fyrsti rithöfundur-
inn sem meðvitað og markvisst leiddi raunverulega nútímakonu
fram á sjónarsviðið. Hún skrifaði tvær bækur, Tólf konur (1965) og
Veisla undir grjótvegg (1967), smásagnasöfn sem vekja athygli á innan-
tómu lífi kvenna sem búa sér til gerviþarfir og reyna með þeim hætti
að gefa lífi sínu gildi. Sögurnar fjalla um „konur sem lent hafa í
kreppu úreltra samfélagsmynstra og merkingarlausra siðgæðisreglna,
konur sem leika hlutverk eiginkvenna, húsmæðra og mæðra á tímum
npplausnar og umbrota, þegar bæði einstaklingar og samfélag eru
undirorpin róttæku endurmati og umskiptum.“121 Enginn vafi er á því
að þessar bækur ásamt leikriti Svövu, Hvað er í blýhólknum? (1970)
vöktu stóran hóp íslenskra kvenna til umhugsunar og aðgerða. Svava
sló nýjan tón og fram komu byltingarkenndar skoðanir sem marka
uPphaf nýju kvennahreyfingarinnar hér á landi. Víst er að þær
rumskuðu hressilega við sumum konunum í KRFI.
Sjöundi áratugurinn einkenndist af þenslu á vinnumarkaði ef frá
eru talin tvö síðustu árin. Uppsveifla í íslensku atvinnulífi kallaði á
aukið vinnuafl sem meðal annars leiddi til þess að giftar konur fóru í
siauknum mæli á almennan vinnumarkað. Árið 1963 voru rúm 36%
giftra kvenna útivinnandi en sú tala var orðin 52% 1970.122 Þessi
ðreyting sem átti eftir að ágerast mjög á næsta áratug var nánast
oylting og olli mörgum þungum áhyggjum. Enginn vafi er á því að
hlkoma nýrra getnaðarvarna upp úr 1960, sem leiddi til þess að kon-
ur gátu sjálfar ákveðið hve mörg börn þær eignuðust og hvenær, réð
ruiklu hér um.