Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 75

Andvari - 01.01.2000, Page 75
andvari KIRKJAN í KENG 73 í nágrannalöndum okkar nema helst í Englandi. Róttækar guðfræðistefnur á væng frjálslyndu guðfræðinnar koma fram meðal ungra guðfræðinga sem gáfu út tímaritið Strauma á þriðja áratugnum.9 Biskuparnir frá 1908 til 1959, Éórhallur Bjarnarson, Jón Helgason, Sigur- geir Sigurðsson og Ásmundur Guðmundsson, voru eindregnir fulltrúar og talsmenn frjálslyndu guðfræðinnar. Ásmundi tókst að sameina presta hvar í flokki sem þeir stóðu og hann naut trausts þeirra. En að loknum þessum tíma urðu umskipti. íhaldssöm guðfræði, endurnýjuð í anda norska heima- trúboðsins, lítúrgísku (þ.e. helgisiða-) hreyfingarinnar og sænskra guð- fræðiáhrifa, komst til áhrifa og settist að völdum. Ihaldssöm guðfrœði sest í öndvegi Átökin milli frjálslyndu guðfræðinnar og þeirrar gömlu guðfræði, sem fyrir var, voru býsna hörð innan kirkjunnar og má til sanns vegar færa að þau hafi klofið hana í tvær allgreinilegar fylkingar þegar á öðrum áratug aldar- innar.10 Um miðja öldin dregur til úrslita. Ásmundur Guðmundsson lætur af biskupsembætti árið 1959 en Sigurbjörn Einarsson (f. 1911) tekur við. Því fór fjarri að allir væru sáttir með úrslitin. „Guðfræðin tók ekki mikinn vaxt- arkipp en stefna Sigurbjarnar hlaut opinberan sigur. Hvort hjarta íslenskr- ar kirkju fylgdi með er meira efamál.“n Með Sigurbirni eflist vegur hinnar íhaldssömu guðfræði, fyrst innan Há- skólans og síðar með því að hann verður biskup, hægt og sígandi innan kirkjunnar í heild. Með honum kemur einnig ný kirkjustefna sem kalla aiætti kirkjuveldisstefnu þar sem kirkjan fær greinilegri afmörkun innan ís- lensks samfélags en lengst af hafði verið í lútherskum sið. Þetta undirstrik- aði séra Sigurbjörn einnig með þeim biskupsbúnaði sem hann tók upp: meðal annars mítur. Með þessu verður kirkjan nánast ríki í ríkinu, stefnan er tekin til aðgreiningar. Þeirri samstöðu kirkju og samfélags, trúar og aienningar, sem verið hafði um langan aldur, er nú í fyrsta skipti ögrað. Guðfræði Sigurbjarnar einkenndist einnig mjög af söguhyggju, endurreisn Skálholts verður markmið sem sett er á oddinn og leitað er óspart í sjóði ís- lenskrar trúarhefðar. Hin gömlu gildi trúarjátninganna eru hafin til fyrri Vlrðingar, einnig friðþægingarkenningin og upprunasyndin, lítúrgíska hreyfingin fær byr undir báða vængi og kvöldmáltíðarsakramentið er hafið bl vegs og virðingar að nýju. Arfur kirkjunnar er kominn á dagskrá. Reyndar er kirkjan sjálf komin á dagskrá í nýjum en samt ævagömlum skilningi, kirkjan sem stofnun með langa sögu og merkar hefðir, áður höfðu hirkjunnar menn fremur talað um trúna, kristnina eða kristindóminn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.