Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 163
ANDVARI
SKÁLDSKAPUR OG SAGA
161
laga ferli frá allegórískri hefð 18. aldar skálda á borð við Eggert Ólafsson
og Benedikt Jónsson Gröndal til sambærilegrar hefðar skáldanna Stein-
gríms Thorsteinssonar og Matthíasar Jochumssonar undir lok 19. aldar, þar
sem «[h]inn rómantíski hringur hefur lokast og 19. öldin náð að bíta í skott-
ið á sér» (308). Á þessari skoðun hnykkir Sveinn Yngvi bæði þegar hann
segir að «hirðkvæði» Steingríms um Jón Sigurðsson frá 8. áratugnum sverji
sig í ætt við ljóðagerð «frá því fyrir daga rómantíkur» (297), og þegar hann
fullyrðir að «Aldamót Matthíasar [séu] á sinn hátt reikningsskil við bók-
menntir 19. aldar, við þau sögulegu minni og form sem voru eitt helsta ein-
kennið á íslenskri rómantík» (307).
Um sögulegar ástæður og bókmenntalega þýðingu þessa «afturhvarfs»
Steingríms og «reikningsskila» Matthíasar er Sveinn Yngvi fáorður, en hér
er tvímælalaust hreyft við atriði sem bókmenntasagnfræðingar þyrftu að
taka til athugunar. í slíkri könnun væri reyndar nauðsynlegt að gæta að
hlutverki einstakra bókmenntagreina. Það þyrfti t. d. að kanna hvort
«aldamótakvæði» og «hyllingar» fylgi ef til vill tilteknu mynstri sem sé
hefðbundnara en önnur ljóðagerð og eigi því ekki að öllu leyti samleið
með allra frumlegasta eða framsæknasta skáldskap síns tíma, m. ö. o. hvort
slík kvæði séu dæmigerð þegar reynt er að kortleggja «einkenni og þróun»
skáldskaparins. Við slíka rannsókn væri einnig eðlilegt að taka tillit til ann-
ars kveðskapar skáldanna, og sjálfsagt væri að huga að viðhorfi þeirra til
þess skáldskaparheims sem þau hrærðust í, bæði íslensks og erlends. I
tengslum við þetta má t. d. spyrja: Gerði Grímur Thomsen ekki strax á 5.
áratug 19. aldar upp sakirnar við drjúgan hluta þeirra evrópskra samtíma-
bókmennta sinna sem Sveinn Yngvi myndi sjálfsagt kenna við rómantík,
m. a. skáldskap Heines, og lýsti Matthías Jochumsson ekki líka sínum efa-
semdum um þýska rómantík tuttugu árum síðar (1866) ?13
Eðlilegt virðist að huga að slíkum skrifum þegar reynt er að skýra þróun
«íslenskrar rómantíkur», stöðu skáldanna í bókmenntalegu tilliti og viðhorf
þeirra bæði til sögulegs skáldskapar og fortíðarinnar. Hér má sömuleiðis
minna á að árið 1866 gekk Matthías svo langt að gagnrýna þau samtíma-
skáld sem gerðu fornbókmenntirnar að fyrirmyndum sínum: «það stoðar
eigi að stara gegn um töfra-skuggsjá ýktra fornsagna á löngu horfnar aldir,
og segjast svo eigi sjá þar annað enn eintóma óbætanlega fegurð og
frægð.»14 Sjálfur var hann sannfærður um að veröldinni hefði farið fram um
flest á síðari árum; að fornöldin væri bæði «yngri og óreyndari» en samtím-
inn og að fornskáldin hefðu ekki ort til jafns við «höfuðskáld vorra tíma».
Ef tala má um «reikningsskil» Matthíasar við rómantískan söguskáldskap
virðist nærtækara að rekja þau til slíkra ummæla en til aldamótakvæðis
hans, og ekki er ólíklegt að í þeim sé að einhverju leyti fólgin skýring á
skáldskap hans sjálfs og þeim mun sem er á honum og skáldskap ýmissa