Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 130

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 130
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON Samferða í sókn til sjálfstæðis Alexander McGill (1891-1973) og skrif hans um íslenska, írska og skoska þjóðerniskennd1 i. Árið 1921 kom út í Glasgow í Skotlandi lítill bæklingur upp á þrjátíu og tvær blaðsíður sem ber heitið The Independence of Iceland. A Parallel for Ire- land. I bókasafnsritinu World Bibliographical Series segir að hann hafi verið frumleg tilraun til að benda á ýmis líkindi milli þess tíma er Danir höfðu yfirráð á íslandi og niðurlæging þjóðarinnar var hvað mest og þess ástands sem ríkti lengi í samskiptum Irlands og Bretlands. „Röksemdafærsla höf- undar er sannfærandi í hinu sögulega samhengi,“ segir í umsögninni.2 Umræddur höfundur var skoskur maður, Alexander McGill að nafni, og hafði hann snemma fyllst miklum áhuga á íslandi. Þessi áhugi birtist ekki síst í aðdáun á forystumönnum íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. í The Inde- pendence of Iceland lýsti hann þeirri skoðun sinni að írskir þjóðfrelsissinn- ar gætu margt lært af staðfestu Islendinga sem hvergi höfðu kvikað frá kröfum sínum um sjálfstæði frá Dönum. Gekk hann svo langt að halda því fram að saga íslands væri vel til þess fallin að réttlæta baráttuaðferðir írskra þjóðfrelsissinna sem um þær mundir háðu lokarimmuna í blóðugri sjálfstæðisbaráttu sinni. Taldi hann íslendinga bæði hafa skilning á kröfum Ira og réttindum þeirra, og að þeir skildu rót vandans á írlandi betur en margur annar af þeirri ástæðu að íslensk þjóð hefði að mörgu leyti mótast á svipaðan hátt og sú írska.3 McGill lét sér ekki nægja að gera samanburð á þjóðfrelsisbaráttu íslend- inga og íra. Hann tók sjálfur þátt í viðreisnarhreyfingu skoskra þjóðernis- sinna á þriðja áratugnum og í skrifum sínum lét hann liggja að því að Skot- ar gætu ekkert síður en írar tekið íslendinga sér til fyrirmyndar. McGill skrifaði talsvert um íslensk málefni í skosk tímarit á þriðja áratugnum og árið 1926 skrifaði hann grein í Eimreiðina þar sem honum gafst kostur á að kynna skosku viðreisnarhreyfinguna fyrir íslendingum. Einkenndi það skrif hans hversu þrungin mælsku þau voru, að því er sagði í höfundar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.