Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 117
andvari
KRISTNITAKA ÍSLENDINGA OG MENNINGARÁHRIF HENNAR
115
hefði kúgað íslendinga til kristni hefði mátt búast við að þeir afkristnuðust
eftir dauða hans, og þá hefði komið í hlut Ólafs Haraldssonar að hressa
upp á kristni þeirra síðar. Hvorugt varð raunin. Sérkennið á kristnun ís-
lendinga var að þeir hleyptu Kristi inn í landið en héldu konunginum fyrir
utan, og sú niðurstaða verður varla skýrð betur með neinu öðru en kristni-
tökusögunni eins og Ari segir hana.
Eða voru það kannski Mosfellingar/Haukdælir einir sem fóru með kon-
ungshlutverkið við kristnun íslendinga? Sjást vitnisburðir um að þeir hafi
brotið landsmenn undir sig með kristnina að tilefni? Engin heimild segir
frá því að Gissur hvíti hafi gerst jarl konungs yfir íslandi, eins og nafni hans
°g afkomandi hálfri þriðju öld síðar, og vissulega varð slík tignarstaða ekki
varanleg.
Nokkur merki eru að vísu um að ættin hafi haft sterka pólitíska stöðu í
landinu á áratugunum eftir kristnitöku. Bróðir þriðju og síðustu konu Giss-
urar hvíta, Skafti Póroddsson á Hjalla í Ölfusi, var lögsögumaður í 27 ár
rétt eftir kristnitöku, og hann nýtur mikils álits hjá Ara: „Hann setti fimmt-
ardómslpg ok þat, at engi vegandi skyldi lýsa víg á hendr gðrum manni en
sér, en áðr váru hér slík Ipg of þat sem í Norvegi. Á hans dpgum urðu
margir hpfðingjar ok ríkismenn sekir eða landflótta of víg eða barsmíðir af
ríkis spkum hans ok landstjórn.“ Skafti tók þó ekki lögsögu næstur á eftir
Þorgeiri, heldur Grímur Svertingsson á Mosfelli í Mosfellssveit, tengdason-
ur Þórólfs Skallagrímssonar, og að sögn Ara var það hann sem arfleiddi
Skafta að starfinu: „Grímr at Mosfelli Svertingssonr tók lggspgu eptir Þor-
§eir ok hafði tvau sumur, en þá fekk hann lof til þess, at Skapti Þórodds-
sonr hefði, systurson hans, af því at hann vas hásmæltr sjalfr.“42 Eftir lög-
sögumannstíð Skafta virðist líka búið með vald þeirra mága yfir lögsögu-
starfinu; eftirmaður hans var Steinn Þorgestsson, ættaður vestan af landi,
°g ekki fór Haukdælaættarmaður með lögsögu fyrr en Gissur Hallsson í
Haukadal, um hálfri annarri öld eftir að Skafti lét af henni.42
I annan stað má segja að Mosfellingar/Haukdælir hafi einokað biskups-
störf á landinu í hálfa öld, frá því að ísleifur var vígður til að setjast að í
Skálholti, 1056, uns Jón Ögmundarson var vígður til Hóla, 1106. Lengi hef-
ur tíðkast að gera mikið úr völdum Haukdæla yfir biskupsstólunum eftir lát
Gissurar ísleifssonar 1118. Magnús Stefánsson segir að eftirmenn hans í
Skálholti, Þorlákur Runólfsson (1118-33) og Magnús Einarsson (1134-48)
hafi verið „nánast skjólstæðingar Haukdæla.“ Einnig telur hann fyrsta
Hólabiskupinn, Jón Ögmundarson (1106-21), tengdan Haukdælum.44 Orri
^ésteinsson telur að allir biskupar landsins fram til Klængs Þorsteinssonar í
Skálholti (1152) og Brands Sæmundarsonar á Hólum (1163) hafi verið í
uánu sambandi við Haukdæli.45 Hjalti Hugason heldur að allir Skálholts-
biskupar á tímabilinu sem hann fjallar um, fram um miðja 12. öld, svo og