Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 93

Andvari - 01.01.2000, Page 93
andvari FARANDSKÁLDIÐ 91 búnað, styrjaldir, trúarlega hræsni og sinnuleysi almennings sem lætur blekkjast af vestrænum áróðri. Um þetta fjalla flest ljóðin í syrpunni „Við- töl og eintöl“ í Sprekum á eldinn. Par er t. d. Ijóðið „Líf meðfærilegt eins og vindlakveikjarar“ um illfyglin sem „hafa fléttað sér hreiður úr ótta / og lagt brothætt egg sín á eggjar flughamranna / á ystu nöf“, og öll eru þessi ljóð svipmikill kveðskapur og myndríkur á máli sem er í senn frumlegt og kraftmikið og hæfir vel hinni sterku sannfæringu sem í ljóðunum býr. Hið sama má segja um Jarteikn sem líka er skipt í kafla og þar fylla ádeiluljóðin einnig stærsta hlutann í syrpu sem heitir „Návígi“. Víetnam- stríðið er yrkisefnið í löngu ljóði þar sem lýst er hvernig napalmsprengjurn- ar breyta landinu í „grunnmúrað helvíti“ (,,Víetnam“). Einnig eru dregin fram óhugnanleg áhrif styrjaldarinnar, t. d. þegar sannleikurinn er kistu- lagður við kirkjutónlist (,,Nábjargir“). Ljóðið „Sálarlíf hinna þöglu vitna“ er brýning til þeirra sem þekkja stríðsglæpina en aðhafast ekkert, og þar segir m. a.: Reisið hástiga lýsingarorða að efstu gluggum: í ýtrustu neyð engist sál ykkar í logum á hallandi gólfi undir fallandi súð flækt í heilaspuna köngurlóarvefi taugaflækjur Rýnið einarðlega gegnum þessa glaseygu skelfingu sem greinir líf frá lífi [. . .] í þessum flokki er einnig ljóðið „Afríka“, áhrifamikið ljóð um þjóðir Afríku þegar þær losnuðu undan nýlendukúgun á þessum árum. Það er athyglisvert að einmitt í þessum heimspólitísku ljóðum, að ekki sé talað um ljóðin í Imbrudögum, er Ijóðstíll Hannesar hvað myrkastur og torskildari en í yrkingum hans um önnur hugðarefni. Tíu árum eftir að Jarteikn komu út hafði Hannes lokið við handrit næstu bókar sinnar, Örvamælis, en hún kom þó ekki út fyrr en 1978. í þeirri bók fer ekki mikið fyrir ljóðum um alþjóðastjórnmál. Skáldið hefur endur- skoðað viðhorf sín í þeim efnum eins og glöggt má sjá í „Leiðarljósunum“ sem er langt ljóð og birtir uppgjör við leiðsögn allrar hugmyndafræði. Og °ú er ekki kveðið leynt þótt myndmálið móti stílinn sem fyrr. Skip með þreytta áhöfn er á leið til fyrirheitna landsins, en þreyta og vonsvik er hlut- skipti sæfarans sem leitar hafnar: Leiðarljósin Pað eru vofur hafskipa sem aldrei náðu höfn. Þau standa á boðum og grynningum sem þau eitt sinn steyttu við kili, á blind skerjum, á vísdómstönnum djúpsins sem rifu þau á hol og dreifðu farmi þeirra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.