Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 53

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 53
ANDVARI ANNA SIGURÐARDÓTTIR 51 fjallað um endurskoðun fjölskyldulöggjafar, fjölskylduáætlanir, fæð- ingarorlof og framfærendahugtakið en Anna hélt fyrirlestur um síðast- nefnda viðfangsefnið.135 Þótt hugmyndin um Kvennasögusafn hafi orðið til þarna hafði Anna í ríflega tvo áratugi haldið til haga ýmsu sem varðaði sögu kvenna eins og áður er að vikið. Upp frá þessum fundi átti hugmyndin um að hliðstæðu safni yrði komið á fót hér á landi hug hennar allan og varð takmarkið sem stefnt var að. Það bar til tíðinda snemma árs 1974 að ákveðið var að stofna til norrænnar samvinnu um rannsókn og söfnun heimilda um sögu kvenna. Fram- kvæmdastjóri alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna, Helvi Sipilá, mæltist beinlínis til þess að „kvennasögustofnunum“ yrði komið á fót í aðildarríkjum samtakanna. Boð um þátttöku í ráðstefnu til undirbúnings stofnunar norrænna kvennasögusafna í Gautaborg vor- ið 1974 á vegum Norræna menningarsjóðsins barst til Islands og bókasafnsfræðingarnir Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldurs- dóttir sóttu ráðstefnuna. Upp úr því hófst undirbúningur þeirra og Onnu að stofnun safnsins.136 Nokkur kvennasögusöfn voru þegar starfandi á Norðurlöndum en mislangt á veg komin. Hvorki var búið að stofna formlega safn í Fæi- eyjum né Finnlandi, í Noregi hafði verið hafist handa en lengst voru Danmörk og Svíþjóð komin og merkasta safnið var í Gautaborg en það var stofnað af þremur konum 1958 og hafði stuðlað að rann- sóknum á kvennasögu og gefið út bækur. Anna fékk tækifæri til að skoða safnið í Gautaborg á ferð sinni á fund í Samtökum norrænna kvenréttindafélaga í Noregi sumarið 1972.1,7 Árið 1975 markar tímamót í sögu íslenskra kvenna og blómaskeið gekk í garð. Stofnun Kvennasögusafns íslands á nýársdag á heimili Önnu á Hjarðarhaga 26 í Reykjavík var fyrsti atburðurinn á alþjóða- kvennaárinu hér á landi. Stofnskrá safnsins hefst á þessum orðum. „I dag - 1. janúar 1975 - á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna stofnum við undirritaðar heimildasafn til sögu íslenskra kvenna sem ber heitið Kvennasögusafn íslands." Stofn safnsins eru bækur, tímarit, handrit og önnur gögn sem Anna Sigurðardóttir gaf safninu á stofndegi þess. Stofnendur eru auk Önnu bókasafnsfræð- iagarnir Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir. Anna sagði á blaðamannafundi í tilefni af stofnun safnsins að eiginlega hefði hún aldrei beinlínis safnað bókum eða tímaritum en hins vegar ekki heldur fleygt því sem hún hefði eignast. Er ótrúlegt hve mörgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.