Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 167

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 167
ANDVARI SKÁLDSKAPUR OG SAGA 165 Og nú má spyrja: Að hve miklu leyti rímar þessi menningarstefna «Danavinarins» Welhavens við afstöðu Jónasar Hallgrímssonar? Var yfir- leitt mögulegt fyrir ástmög íslensku þjóðarinnar að taka sér Norges Dœmr- ing til fyrirmyndar, bók sem margir þjóðlegir Norðmenn hvöttu landa sína til að brenna þegar þeir minntust fósturjarðarinnar 17. maí 1835? Átti Jónas ekki meira sameiginlegt með «föðurlandsvininum» og «alþýðufræðaran- um» Henrik Wergeland? Örlögin höguðu því reyndar svo til að fyrsta út- gáfa af kvæðum Jónasar varð að mestu leyti eldinum að bráð, en það gerist einungis fyrir slysni, og þó að «ísland! farsælda frón» væri af samtíma- mönnum Jónasar kallað «grafskrift yfir ísland» varð það smám saman þjóðarhelgidómur í vitund íslendinga. Trúlega þætti mörgum líka hálfgerð helgispjöll að bendla þetta eða önnur ættjarðarkvæði Jónasar við útlenda menningu. En eru ekki einhverjir leyndir þræðir þarna á milli sem okkur hefur einfaldlega verið óljúft að hugsa og tala um? Höfðu Fjölnismenn ekki þegar á allt er litið sínar efasemdir um þá aldagömlu bænda- og al- þýðumenningu sem myndar hið fræga «samhengi íslenskra bókmennta»? Bókmenntunum á ekki að sníða stakk eftir íslandi, sögðu þeir í varnarræðu sinni fyrir ritsmíðum þeirra Tiecks, Heines og Lamennais: . . .það er ekkji þeím að kjenna, nje þeím, sem gjörðu þær kunnar, þó alþíðu vorri gjeðjist ekkji að þeím. Það merkjir ekkji annað, enn að smekkur vor og dómar sjeu ólíkjir annarra þjóða; og þegar mikjið ber á milli, vekur það grun um, að vorum smekk og uppfræðíngu sje ábótavant; því ekkji þarf firir hinu ráð að gjera, að dómur okkar sje einn saman rjettur, enn hinum öllum skjátlist.23 Og hvernig ber okkur að skilja uppreisn Jónasar gegn rímnahefðinni og menntahrokann sem skín úr hverju orði þegar hann ræðir um «borgfirska vinnumanninn» Eirík Sverrisson sýslumann, og segir að hann líti út fyrir að vera «óheimskur og sæmilega vel að sjer, eptir því sem gjera er um þá sem ekki eru til mennta settir» (sjá Pál Valsson, 157)? Það væru ýkjur að segja að hér sé allt á þjóðlegum og alþýðlegum nót- um, enda virðast samtímamenn Jónasar alls ekki hafa skilið ummælin þannig. Hér talar fulltrúi nýrrar stéttar menntamanna sem þykir bágt að standa í stað eða neyta óbreyttrar menningar að hætti sveita- og vinnu- fólks. Að þessu leyti fylgdi Jónas greinilega sömu stefnu og Welhaven. Ljósið á að koma að ofan. Hámenningin á að móta fólkið. Einn og sér er skáldskapur Jónasar svo talandi vitnisburður um fegurðardýrkun hans og löngun til þess að veita nýju blóði inn í íslenska menningu, ekki aðeins fornnorrænum bragarháttum og skáldskaparmáli, heldur líka hljómfalli Hómers, Dantes, Schillers, Heines og Oehlenschlágers. Og reyndar tókst honum svo vel upp að mörg þessara framandi kvæða hans teljast nú meðal þjóðlegustu bókmennta okkar. Það segir vitaskuld sína sögu um áhrif Jón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.