Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 12

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 12
10 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI virðingu og ræktarsemi, þótt þetta sé ekki „merkilegra“ en aðrar þjóðir eiga? Það er auðvitað hárrétt hjá Árna Arnarsyni að einstakir atburðir sðg- unnar, eins og kristnitakan á Alþingi árið 1000, eða 999 sem sagnfræðingar telja nú réttara, hafa einkum táknrænt gildi. „Það er ljóst að landið hefði kristnast hvort eð var,“ segir hann spaklega. „Ártöl skipta þar litlu máli.“ Ekki ónýtt að benda á þetta. Það skiptir vitanlega ekki máli í ljósi sögu- legrar þróunar hvenær atburðir gerast, - þeir hefðu gerst hvort eð er! Þeg- ar menn horfa af svo háum sjónarhóli er lítil ástæða til að gera sér daga- mun yfirleitt. Höfundur þeirrar greinar sem hér hefur verið vikið að vill vafalaust láta telja sig víðsýnan alþjóðasinna. Þess vegna er honum illa við þjóðhátíðir og vill ekki að neitt sé gert sem ýtt geti undir þjóðerniskennd þessarar litlu þjóðar. Víst verðum við að gefa náinn gaum að umheiminum, slíkt er lífs- nauðsyn, enda alþjóðleg samskipti af öllu tagi háværasta krafa samtímans. En við höfum því aðeins eitthvað fram að færa í alþjóðlegu samstarfi að við leggjum rækt við okkar eigin menningu og erfðir. Með því móti vinnum við umheiminum mest gagn. Á liðnu sumri stóð ég í húsi Stephans G. Stephanssonar vestur á sléttum Albertafylkis í Kanada. Það var ógleymanleg stund. Óvíða, ef nokkurs staðar, hefur íslenskur andi risið hærra eða skyggnst dýpra en undir þaki þessa lágreista húss. Stephan G. var enginn heimalningur, en hann vissi hvar hann stóð. Á landflæmi Norður-Ameríku, þar sem innflytjendur hvaðanæva hópuðust saman og mynduðu hina miklu þjóðadeiglu Vestur- heims, hugleiddi Stephan G. stöðu sína í heiminum og hvernig hann gæti best lagt samtíðinni lið. Hann kvað: Heimsborgari er ógeðs yfirklór - alþjóðrækni er hverjum manni of stór, út úr seiling okkar stuttu höndum. Hann, sem mennir mannafæstu þjóð, menning heimsins þokar fram á slóð, sparar hræ og hrösun stærri löndum. Það getur auðvitað verið álitamál á hverjum tíma hver best mennir hina mannafæstu þjóð og þokar um leið menningu heimsins fram um hænufet. En slíkt gerir enginn sem ekki virðir rætur sínar og veit hvar hann stendur. Minnumst þess nú þegar við kveðjum gamla öld og heilsum nýrri. Gunnar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.