Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 115

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 115
andvari KRISTNITAKA ÍSLENDINGA OG MENNINGARÁHRIF HENNAR 113 norðlensku kristniboðssögunum til þess að forðast að varpa skugga á for- ystuhlutverk Gissurar hvíta, þá gildir engin þessara röksemda til þess að hafna sögulegum kjarna þeirra. Hitt atriðið sem gerir Ara grunsamlegan er hvernig hann fer með Olaf konung Haraldsson, Ólaf helga, sem kom til valda í Noregi um 1015 og er nú jafnan talinn sá maður sem í raun kristnaði Norðmenn og stofnaði norska kirkju.34 Ólafur konungur Tryggvason féll árið 1000, og eftir það tók yið í Noregi 15 ára tímabil, þegar landið var undir stjórn jarla sem létu sér standa á sama um hvað fólk trúði á. Öllum heimildum ber saman um að Norðmenn hafi týnt kristni sinni að miklu leyti á þessu skeiði og því verið kristnaðir tvisvar. Jafnvel Oddur Snorrason, ævisöguritari Ólafs Tryggva- s°nar, dregur ekkert úr því og lýsir verki söguhetju sinnar svo:35 Ok var þó mjök með nafni einu kristnin í mörgum stöðum, ok svá myndi ok orðit hafa, nema komit hefði annarr at styrkja hana ok undir sik at brjóta fólkit. Ok var sá með sama nafni, er var Óláfr Haraldsson, er þó hafði engu minni krapta til at styrkja Guðs kristni, en stundina miklu lengri. Konungasögunni Fagurskinnu ber saman við Odd um þetta. Þar segir um jarlana Eirík og Svein Hákonarsyni, sem réðu fyrir Noregi milli Ólafanna tveggja, að „engum manni þrpngðu þeir til kristni, nema létu g0ra hvern Sem vildi, ok um þeira daga spilltisk mjgk kristni, svá at náliga var alheiðit Urn Upplgnd ok inn um Þrándheim, en helzk kristnin með sjónum.“36 Sama Segir Snorri Sturluson í Heimskringlu.37 En Ari nefnir Ólaf Haraldsson tvisvar, í hvorugt skiptið í sambandi við kristnisögu, kallar hann á báðum stöðum Ólaf digra, en ekki Ólaf helga, ýins og hann hafi ekki hugmynd um heilagleik konungs, um það bil öld eft- lr dauða hans.38 Ólafur var þó skrínlagður árið eftir að hann féll, og ef við Eúum tímasetningu dróttkvæða tóku íslensk skáld að yrkja um jarteinir hans strax á næstu árum. Um miðja 11. öld voru menn farnir að dýrka hann suður á Englandi, þar sem hann varð tískudýrlingur á síðari hluta aldarinn- ar- Adam frá Brimum gerir mikið úr dýrkun hans í kirkjusögu sinni.’9 Virð- lngarleysi Ara fyrir Ólafi verður því varla skýrt með vanþekkingu, fremur að hann hafi viljað forðast að láta dýrlinginn skyggja á það sem þeir höfðu homið til leiðar saman frændurnir Olafur Tryggvason og Gissur hvíti. , Aðrar sögur, skrifaðar á 13. öld, gera raunar ekki mikið úr hlutdeild Ulafs Haraldssonar að kristnun íslendinga heldur. Þó er minnst á að hann hafi sent þeim trúboðsbiskup, timbur í kirkju á Þingvöllum og klukku til hennar, ennfremur að Ólafur hafi átt frumkvæði að því að íslendingar af- namu þær heiðnileifar sem Þorgeir lögsögumaður hafði löghelgað við kristnitöku, að eta hrossakjöt, bera út börn og blóta á laun.40 Eins og áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.