Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 73
andvari
KIRKJAN í KENG
71
Framsækin guðfrœðihugsun
Nýir tímar kölluðu á nýja guðfræði, undan því varð ekki vikist, hin gamla
var úr sér gengin. Fram á sjónarsviðið geystust fræknir fulltrúar nýrra tíma
sem ruddu frjálslyndu guðfræðinni braut inn í kirkjuna, þeir héldu áfram
þeirri hugmyndafræðilegu baráttu sem séra Matthías Jochumsson og séra
Páll Sigurðsson höfðu hafið á síðasta fjórðungi nítjándu aldar.
Fulltrúar frjálslyndu guðfræðinnar gerðu sitt til að bregðast við breyttum
tímum. Meðal sterkra liðsmanna voru Jón Helgason (1866-1942), Haraldur
Níelsson (1868-1928) og Sigurður P. Sívertsen (1868-1938) sem allir urðu
kennarar í guðfræði við Háskóla íslands við stofnun hans árið 1911.5 Þeir
áttu einnig dyggan stuðning Pórhalls Bjarnarsonar (1855-1916) biskups sem
var skipaður í það embætti árið 1908. Þetta var einvalalið enda stóð ekki á
árangrinum.
Helstu lærifeður hinnar nýju guðfræði voru þýskir guðfræðingar. Fremstur í
flokki var Albrecht Benjamin Ritschl (1822-1889), prófessor í Göttingen, sem
nefndur hefur verið faðir „menningarguðfræðinnar“ í lútherskum sið. En
áhrifamesti guðfræðingurinn hér á landi var Adolf Harnack (1851-1930),
kirkjusagnfræðingur og prófessor, lengst af í Marburg. Ásmundur Guðmunds-
son (1888-1969) síðar biskup þýddi merkasta ritverk hans, Kristindóminn, á ís-
lensku, bókin kom út árið 1926; hann kynntist Harnack einnig persónulega og
heimsótti hann. Þriðji þýski guðfræðingurinn úr röðum frjálslyndu guðfræð-
innar, sem hafði áhrif hér á landi, var Johann Wilhelm Herrmann (1846-1922),
prófessor í samstæðilegri guðfræði í Marburg, og má finna greinileg áhrif frá
honum í verkum Sigurðar P. Sívertsens.6 Frjálslyndu guðfræðingamir sóttu
einnig efnivið til Englands, þeir vitnuðu oft til bókarinnar New Theology eftir
R- J. Campbell (d. 1956) sem kom út 1906. íslensku guðfræðingarnir kynntust
hinni erlendu guðfræði ekki aðeins af bókum heldur dvöldust allmargir þeirra
um lengri eða skemmri tíma við erlenda háskóla þar sem frjálslynda guðfræð-
m var í hávegum höfð, m. a. í Marburg í Þýskalandi.7
Frjálslynda guðfræðin varð að glíma við talsverða andstöðu heima fyrir.
Guðfræðideilur sem áttu eftir að vara langt fram eftir öldinni hefjast í upp-
hafi hennar. Fulltrúar gömlu guðfræðinnar snerust til varnar og töldu það
veikleikamerki að taka mið af veruleika samtímans, vísindahyggju og nýj-
um rannsóknum í biblíufræðum svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem voru upp-
haflega í fararbroddi fyrir gömlu guðfræðinni voru m. a. séra Lárus Hall-
dórsson (1851-1908) fríkirkjuprestur í Reykjavík, svili hans séra Jón
Bjarnason í Vesturheimi og tengdasonur hans séra Sigurbjörn Ástvaldur
Gíslason (1876-1969) sem hafði kynnt sér starfsemi danska heimatrúboðs-
lns- Þeir stóðu ekki einir, meðal þeirra sem komu til samstarfs voru séra