Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 72

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 72
70 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI nýjungum í safnaðarstarfi: Séra Hjörleifur Einarsson prófastur stofnar kirkjulegt unglingafélag við kirkjuna á Undirfelli árið 1891 og kirkjukvenfé- lög voru stofnsett víða um land um svipað leyti, svo dæmi séu tekin.2 Á Alþingi ræddu menn afar framsæknar hugmyndir um stjórnsýslu kirkj- unnar um og upp úr aldamótunum 1900, m. a. var tekist á um stofnun kirkjuþings, um aðskilnað ríkis og kirkju og hugmyndir komu fram um að leggja niður biskupsembættið. Lög voru sett um þjóðkirkjuna, um eignir hennar, um laun presta og margt annað sem mörkuðu henni varanlega stöðu í þjóðlífinu.3 Margir kirkjunnar menn komu við sögu við að festa ís- lensku kirkjuna í sessi sem breiða og opna þjóðkirkju á tuttugustu öld, þar sem kirkja og þjóðlíf var fléttað saman til að tryggja kirkjunni áhrif sem víðast í samfélaginu, báðum til góðs. Þetta merkir ekki að allir hafi verið sáttir við þjóðkirkjuna. Því fór fjarri. Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson (1835-1920) var einn þeirra sem var ekki alltaf sáttur við kirkjuna og biskup hennar, en hann átti sér draum í hjarta. Til Hannesar Hafsteins ritar séra Matthías frá Odda í september ár- ið 1884: „Ég vil Reformation, en hver kemur með hana? Ég fæ menn ekki til að lesa Channing auk heldur til annars. . . Ég vil anda, hjarta, eld . . ,“4 Þá var hann undir sterkum áhrifum frá umbótamönnum í bandarísku þjóð- lífi, einkum prestinum William Ellery Channing í Boston. Undir niðri skynjuðu menn breytingar í aðsigi, kirkjan var komin að vegamótum. í bréfum sínum kvartar séra Matthías, sem hafði kynnst kirkju- starfi bæði vestanhafs og austan, mjög undan daufu kirkjulífi, talar um „pokasýnóduna“ og að kirkjulífið hér á landi sé „á rassinum“ (í bréfi til séra Jóns Bjarnasonar 10. apríl 1875). Miklar og hraðfara þjóðfélagsbreytingar gengu yfir, þéttbýli var að myndast; kirkja og kristindómur fengu skyndilega ögrun úr ýmsum áttum þar sem allt hafði áður verið með friði og spekt. Islenskir menntamenn báru með sér ný og neikvæð viðhorf til kirkju og kristindóms erlendis frá. Georg Brandes hafði mikil og afgerandi áhrif í þessu efni. Hér heima voru kirkjunnar menn ekki viðbúnir gagnrýni af þessu tagi og máttu því heita varnarlitlir. Prestar og söfnuðir, forysta kirkj- unnar og menntun prestanna var að meira eða minna leyti í viðjum gamall- ar guðfræði, og hafði verið svo lengur en eðlilegt mátti teljast. En hinir nýju straumar bárust hratt til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.