Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 16
14
SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR
ANDVARI
dóttur (1834-1919) í Litluhlíð. Þau áttu 15 börn en tæpur helmingur
þeirra komst á fullorðinsár.5 Sigurður var snemma bókhneigður,
móðir hans kenndi honum að lesa og hann fékk tilsögn í skrift og
reikningi fyrir og eftir fermingu, en engin opinber barnafræðsla var
þá á Barðaströnd. Margrét, móðir hans, hafði fengið það orð á sig
þegar hún var heimasæta í Litluhlíð að vilja alltaf liggja í bókum og
var jafnvel sagt að hún gerði það um hásumarið. Það var hneyksli í
augum nágrannanna. Hún var talin greind og hagorð.6 Full kista af
bókum var föðurarfur hennar og drengurinn nýtti sér það og las
hverja stund og „fannst sumum það auðnuleysis- og ógæfumerki.“7 í
bréfi sem hún skrifaði syni sínum veturinn 1910 sagði hún meðal ann-
ars: „Þú segist eiga óþekka dóttur og það þykir mér vænt um, því þá
veit ég að hún verður eitthvað í einhverju gagnleg. Ég bið að heilsa
henni og mig gildir einu þó hún sé óþekk.“ Anna sagði að það færi
ekki á milli mála hver þessi óþekka sonardóttir væri: „Ég vona að
amma telji það að einhverju gagnlegt, sem þessi óþekka sonardóttir
tekur sér nú fyrir hendur, að tína eitt og annað fróðlegt upp úr bréf-
unum, sem hún á gamals aldri skrifaði syni sínum og tekur sér það
bessaleyfi að láta það koma fyrir almenningssjónir. . .“8
Anna segir frá því í bók sinni Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár að
Guðmundur Guðmundsson, langafi hennar, hafi ræktað kartöflur á
Barðaströnd. Hann fékk fyrst kút af kartöflum frá Danmörku árið
sem Margrét fæddist og breiddi þær út en þá voru kartöflur sem séra
Björn Halldórsson plantaði í Sauðlauksdal útdauðar. Hann jók rækt-
unina og komst upp í 20 tunnur á ári. Sveitungarnir nutu tilsagnar
hans og kartöflurækt varð almenn á Barðaströnd.9
Hugur Sigurðar Þórólfssonar stefndi til náms og tókst honum með
hjálp vina að komast í Búnaðarskólann í Ólafsdal og ljúka prófi það-
an sem búfræðingur 1892. Stofnandi skólans, Torfi Bjarnason (1838-
1915), hélt skólann með styrk frá upphafi 1880 til 1907. Þessi búnaðar-
skóli var alla tíð í eigu og umsjá Torfa, hann var skólastjóri og eini
kennarinn fyrstu árin. Námið, verklegt og bóklegt, tók tvö ár. Á
níunda áratug 19. aldar voru bændaskólarnir á Hólum, Eiðum og
Hvanneyri settir á fót og ríkið tók að sér rekstur þeirra á fyrsta ára-
tug 20. aldar, um svipað leyti og skólinn í Ólafsdal var lagður niður.
Sigurður lauk gagnfræða- og kennaraprófi frá Flensborgarskóla 1893
og stundaði barnakennslu um nokkurt skeið. Kynni Sigurðar af þess-
um tveimur skólum og skólastjórum þeirra, þeim Torfa Bjarnasyni og