Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 87
andvari
FARANDSKÁLDIÐ
85
í þýðingu Hannesar verður þetta:
borinn af súlum ofnum aldinviði
hvar gullinn Cupidon úr laufi leit
og huldi annar augun bak við vænginn . . .
I Dymbilvöku er augljós samsvörun í þessum Ijóðlínum:
O veröld byrgðu saklaust auglit þitt
á bak við blævæng þinna ljúfu drauma
Og í Imbrudögum skýtur þessum myndum upp enn:
Yfir höfði mér brakar í þrúguðum viði
Höfuð mitt fær enga hvfld á dúnfjöðrum Cupidons
Af öðrum minnum í Dymbilvöku mætti nefna Höð blinda sem minnir á
hinn blinda Tiresias í Eyðilandinu og fjölmörg önnur sameiginleg minni,
s-s.: liljur, náttgalasöng, hanagal, arineld og feigðarhljóm kirkjuklukkna.
Athyglisverð er lýsing Hannesar á Eyðilandinu: „íextinn var undarlega
sundurlaus og virtist tæplega hanga saman á ljóðrænum rökum“15, segir
hann þegar hann lýsir kynnum sínum af texta Eliots og tilraun sinni til þýð-
lngar. Svipuð ummæli mætti hafa um bálk Hannesar sjálfs.
Dymbilvaka var einskonar eldskírn fyrir Hannes Sigfússon. Hún kom út
1949, og með þessari nýstárlegu ljóðabók skipaði Hannes sér í fremstu röð
Ungra skálda. Fyrir þetta verk hlaut hann skáldlega blessun Steins Steinars
°g hrós í umsögn Kristins E. Andréssonar. Hannes gaf bókina út sjálfur;
hún seldist mjög vel, einkum fyrir framgöngu hans sjálfs. Hinu unga skáldi
óx ásmegin við þessa fyrstu bók sína og nú einblíndi hann ekki lengur á
skáldsagnaritun. Verulega viðurkenningu fyrir Dymbilvöku hlaut Hannes
Þó fyrst eftir að hún birtist nokkuð stytt í Ljóðum ungra skálda (1954) sem
Magnús Ásgeirsson sá um. Þá birtust lofsamleg ummæli Jóhannesar úr
Kötlum, Tómasar Guðmundssonar og Kristjáns Karlssonar.
Og Hannes var ekki einn á báti né einn í heiminum. Orðið atómskáld
sast fyrst árið áður en Dymbilvaka kom út, í skáldsögu Halldórs Laxness,
Atómstöðinni. Um þetta leyti hefst atómöldin í íslenskri Ijóðagerð. Atóm-
skáldakynslóðin endurnýjaði ljóðagerðina; sú endurnýjun var býsna róttæk
°g náði til forms, stíls, efnistaka og lífsviðhorfa. í hópi atómskáldanna var
Dannes Sigfússon einn hinna ungu sem nutu brautryðjendastarfa Steins
^teinars og Jóns úr Vör. Og nú fóru í hönd harðar deilur um réttmæti nýj-
Unga í skáldskap. Steinn og atómskáldin voru sökuð um að grafa undan
Þjóðlegri menningu og að innleiða erlend spillingaráhrif. Þessar deilur hóf-