Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 112
110 GUNNAR KARLSSON ANDVARI upp gerð í trúarbragðadeilunni. Eftir snjalla ræðu um nauðsyn málamiðl- unar tók hann loforð af mönnum að hlíta þeim lögum sem hann segði upp. Síðan „vas þat mælt í lggum, at allir menn skyldi kristnir vesa ok skírn taka, þeir es áðr váru óskírðir á landi hér; en of barnaútburð skyldu standa en fornu lgg ok of hrossakjQtsát. Skyldu menn blóta á laun, ef vildu, en varða fjgrbaugsgarðr, ef váttum of kvæmi við. En síðarr fám vetrum vas sú heiðni af numin sem gnnur.“13 Yngri heimildir skreyta frásögn íslendingabókar af kristnitökunni með nokkrum minni háttar kraftaverkum og bæta ýmsu við sem kann að varpa meira ljósi á málið, ef við trúum heimildunum, en þær andmæla íslendinga- bók varla í nokkru einasta atriði.14 Pví er unnt að ræða aðalatriði kristni- tökusögunnar út frá íslendingabók einni. Mörgum hefur þótt kristnitökufrásögn Ara ótrúleg, en ekki veit ég til að nokkur maður hafi hafnað henni algerlega á prenti. Einar Arnórsson hreinsaði vandlega úr henni allt sem braut í bága við tvo næstum algilda mælikvarða hans á trúverðugleika: heilbrigða skynsemi og stjórnskipunar- lög Grágásar. En meginatriðið í sögu Ara, að kristni hafi verið lögtekin eft- ir samkomulag heiðinna og kristinna manna á Alþingi, stóðst þá hreinsun." Aðrir hafa farið svipað að og aðallega reynt að lappa upp á söguna með því að skýra hvernig það gat gerst að samfélag tæki kristni á svona einfald- an og friðsamlegan hátt. Sumir hafa sagt að kristni hljóti að hafa verið al- gengari í landinu fyrir en ráða má af heimildum, aðrir að ásatrúin hafi ver- ið í hnignun fyrir nokkurs konar trúleysi og þess vegna trúarlegt tómarúm í landinu. Sumir hafa haldið að íslendingar hafi tekið kristni til þess að kom- ast hjá íhlutun konungs, aðrir að þeir hafi gert það fyrir konung að taka kristni og þannig viðurkennt yfirráð hans í raun.16 I kristnisögunni nýju vekur Hjalti Hugason máls á tveimur atriðum sem kunna að vekja efasemdir um trúverðugleika frásagnar Ara. Annað er það að ræða Þorgeirs Ljósvetningagoða á Lögbergi, þar sem hann leggur fram málamiðlun sína, virðist skiptast í kafla samkvæmt aðferðum lærðrar mælskufræði miðalda, sem þingeyskum heiðingja á 10. öld er varla ætlandi að hafa kunnað.17 Þetta geta raunar ekki talist mikil tíðindi því varla mun nokkur maður hafa trúað því fram að þessu að ræða Þorgeirs hafi varðveist orðrétt í minni manna. Þannig tók Einar Arnórsson fram að Ari hefði að sjálfsögðu samið ræðuna, „nema ef til vill einhver atriðisorð hennar, svo sem þau, að slitið mundi friðinum, ef menn sliti í sundur lögin.“18 Hitt er veigameira, sem Hjalti bendir líka á, að saga Ara af kristnitökunni minni sérkennilega á frásögn Þorgils sögu og Hafliða í Sturlungu af deilum höfð- ingjanna Þorgils Oddasonar og Hafliða Mássonar á Alþingi árið 1121, þegar Ari var sjálfur á miðjum aldri og kannski staddur á þingi.19 Þorgils kom sekur til þings, eins og Hjalti Skeggjason kristnitökusumarið, ætlunin var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.