Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 111
andvari
KRISTNITAKA ÍSLENDINGA OG MENNINGARÁHRIF HENNAR
109
ossa landa fyrir, þá es þar váru austr.“8 Kristnisaga fer milliveg, segir að fs-
lendingum hafi verið hótað drápi og meiðslum og sumir verið rændir.
Þá segir Oddur af Ólafi konungi nokkrar fremur ógeðslegar pyntinga-
sögur, sem eru líka í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Ein er af Eyvindi
kinnrifu sem var drepinn þannig að mundlaug með eldi var sett á kvið
hans. Önnur er af manni sem Oddur nafngreinir ekki en Snorri kallar
Rauð hinn ramma. Konungur lét höggorm skríða í munn honum og rak á
eftir með glóandi járni uns ormurinn skreið út um síðu Rauðs, að sögn
Odds með hjarta hans í munni sér.1(l Líklega dregur Oddur heldur úr pynt-
ingasögum sem hafa verið til af kristniboði Ólafs. Þannig segir hann að Ey-
vindur nokkur kelda og menn hans hafi verið fluttir út í sker og höggnir, og
heiti skerið síðan Skrattasker. En í Heimskringlu segir Snorri að þeir hafi
verið bundnir og látnir flæða í Skrattaskeri.11 Þannig hlýtur sagan nánast að
hafa gengið í munnmælum, því annars er engin meining í að flytja mennina
út í sker. Það má því kallast vel stutt heimildum að hótanir og pyntingar
hafi verið veigamikill þáttur í kristnunaraðferðum Ólafs konungs í Noregi.
II. Kristnitökusaga Ara fróða
Samkvæmt heimildum varð kristnitaka íslendinga með allt öðrum hætti.
Hún varð að vísu að frumkvæði Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs, og
einn helsti stuðningsmaður hans meðal íslendinga, Gissur Teitsson hvíti,
var þremenningur við konung í móðurætt þeirra beggja. Hún var líka
knúin áfram með hótunum við íslenska menn í Noregi og kannski pynting-
á þeim, eins og rakið var hér á undan. En kristnun Islendinga er ekki
lýst sem útþenslu konungsvalds, og hún skilur ísland ekki eftir undir valdi
konungs.
Að sögn Ara sendi Ólafur konungur til íslands kristniboðann Þangbrand
sem skírði meðal annarra Gissur hvíta, sem bjó annaðhvort í Skálholti eða
Höfða í sveitinni sem seinna var kölluð Biskupstungur, og tengdason hans,
Hjalta Skeggjason, sem er kenndur við Þjórsárdal. Þeir tóku síðan að sér
að telja íslendinga á að taka kristni, fóru með það erindi til íslands sumarið
^99 eða 1000 og báru það upp á Alþingi. Þar sögðust menn úr lögum hvorir
við aðra, heiðnir menn og kristnir, og bjuggust til að mynda tvö lagaum-
dæmi í landinu. En lögsögumannsefni hinna kristnu, Hallur á Síðu, „keypti
ai“ lögsögumanninum sem fyrir var, Þorgeiri Ljósvetningagoða, „at hann
skyldi upp segja, en hann vas enn þá heiðinn.“ Þorgeir lá undir feldi sínum
um nóttina, en morguninn eftir lét hann kalla menn til Lögbergs og sagði