Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 22

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 22
20 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓ'n'IR ANDVARI ystu Kvenréttindafélags íslands og Bríetar, en hún fékk Hannes Haf- stein til að flytja frumvarpið um jafnrétti í menntunarmálum. Hitt er jafnljóst að konur hópuðust ekki í skólana. Til þess liggja að minnsta kosti tvær höfuðorsakir. í fyrra lagi réð fátækt þar miklu um og í öðru lagi voru aldagömul viðhorf gagnvart stöðu kvenna lífseig og allsráðandi. Raunveruleikinn var sá að lengi voru það einungis stúlk- ur frá efnameiri heimilum sem settust í menntaskóla. Háskólamennt- aðar konur eru undantekningar á fyrri hluta 20. aldar. Skólaganga stúlkna fram á fimmta og sjötta og jafnvel sjöunda áratug var í beinu sambandi við ríkjandi hugmyndafræði og vilja stjórnvalda. Minna má á að 1929 og 1930 tóku til starfa þrír húsmæðraskólar hér á landi, að Staðarfelli í Dölum, á Laugum í Suður-Pingeyjarsýslu og á Hallorms- stað. I samræmi við þau viðhorf tóku gildi lög um húsmæðrafræðslu í sveitum 193828 en samkvæmt þeim átti að greiða úr ríkissjóði til sjö húsmæðraskóla í sveitum landsins og 1941 lög um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum29 í þeim tilgangi að veita stúlkum þá fræðslu og tækni sem nauðsynleg er til að stunda heimilisstörf og stjórna heimili. Víkjum aftur að Önnu sem nú var tekin að velta fyrir sér skóla- göngu. Til tals kom að hún færi í Menntaskólann og hún las skóla- skýrslur til að kynna sér námsefnið. Sjálf segir Anna að hún hafi ekki treyst sér þangað, hún hélt að til þess þyrfti svo miklar gáfur. Sigur- veig Guðmundsdóttir segist einu sinni hafa spurt Önnu hvers vegna hún hafi ekki farið í Menntaskólann og Anna svarað að hún hafi ótt- ast að fá ekki eins góðar einkunnir og hún var vön. Sú spurning verður áleitin hvers vegna Anna fór ekki þessa leið eins og hún sannarlega hafði hæfileika til. Þá leið fóru bræður hennar þrír. Hefði skólaganga þeirra ekki átt að vera henni hvatning? Þegar hér var komið sögu höfðu aðeins örfáar stúlkur lokið stúdentsprófi eða inn- an við tuttugu stúlkur frá upphafi. Það hefur því þurft kjark til að stíga slíkt skref og ekki síður hvatningu að heiman. Hér vega þungt viðhorfin til skólagöngu kvenna, enn fremur að hjónabandið var tal- ið hið eiginlega takmark sem stefna bæri að og langflestar stúlkur litu sjálfar á heimilisstörf og barnaumönnun sem ævistarf. Það má ímynda sér að Önnu hafi fundist lífið hafa margt annað að bjóða en hjónaband en hér varð hún að berjast við hefðbundið kvenhlutverk í sínum samtíma. Hún lagði á hilluna áform um langskólanám og fór í Kvennaskólann. Hún var í 2. og 4. bekk 1924-1926, var fyrirmyndar- nemandi og fékk „hin eftirsóttu silfurskeiðar-verðlaun skólans bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.