Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 16

Andvari - 01.01.2000, Page 16
14 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR ANDVARI dóttur (1834-1919) í Litluhlíð. Þau áttu 15 börn en tæpur helmingur þeirra komst á fullorðinsár.5 Sigurður var snemma bókhneigður, móðir hans kenndi honum að lesa og hann fékk tilsögn í skrift og reikningi fyrir og eftir fermingu, en engin opinber barnafræðsla var þá á Barðaströnd. Margrét, móðir hans, hafði fengið það orð á sig þegar hún var heimasæta í Litluhlíð að vilja alltaf liggja í bókum og var jafnvel sagt að hún gerði það um hásumarið. Það var hneyksli í augum nágrannanna. Hún var talin greind og hagorð.6 Full kista af bókum var föðurarfur hennar og drengurinn nýtti sér það og las hverja stund og „fannst sumum það auðnuleysis- og ógæfumerki.“7 í bréfi sem hún skrifaði syni sínum veturinn 1910 sagði hún meðal ann- ars: „Þú segist eiga óþekka dóttur og það þykir mér vænt um, því þá veit ég að hún verður eitthvað í einhverju gagnleg. Ég bið að heilsa henni og mig gildir einu þó hún sé óþekk.“ Anna sagði að það færi ekki á milli mála hver þessi óþekka sonardóttir væri: „Ég vona að amma telji það að einhverju gagnlegt, sem þessi óþekka sonardóttir tekur sér nú fyrir hendur, að tína eitt og annað fróðlegt upp úr bréf- unum, sem hún á gamals aldri skrifaði syni sínum og tekur sér það bessaleyfi að láta það koma fyrir almenningssjónir. . .“8 Anna segir frá því í bók sinni Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár að Guðmundur Guðmundsson, langafi hennar, hafi ræktað kartöflur á Barðaströnd. Hann fékk fyrst kút af kartöflum frá Danmörku árið sem Margrét fæddist og breiddi þær út en þá voru kartöflur sem séra Björn Halldórsson plantaði í Sauðlauksdal útdauðar. Hann jók rækt- unina og komst upp í 20 tunnur á ári. Sveitungarnir nutu tilsagnar hans og kartöflurækt varð almenn á Barðaströnd.9 Hugur Sigurðar Þórólfssonar stefndi til náms og tókst honum með hjálp vina að komast í Búnaðarskólann í Ólafsdal og ljúka prófi það- an sem búfræðingur 1892. Stofnandi skólans, Torfi Bjarnason (1838- 1915), hélt skólann með styrk frá upphafi 1880 til 1907. Þessi búnaðar- skóli var alla tíð í eigu og umsjá Torfa, hann var skólastjóri og eini kennarinn fyrstu árin. Námið, verklegt og bóklegt, tók tvö ár. Á níunda áratug 19. aldar voru bændaskólarnir á Hólum, Eiðum og Hvanneyri settir á fót og ríkið tók að sér rekstur þeirra á fyrsta ára- tug 20. aldar, um svipað leyti og skólinn í Ólafsdal var lagður niður. Sigurður lauk gagnfræða- og kennaraprófi frá Flensborgarskóla 1893 og stundaði barnakennslu um nokkurt skeið. Kynni Sigurðar af þess- um tveimur skólum og skólastjórum þeirra, þeim Torfa Bjarnasyni og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.