Andvari - 01.01.2000, Page 53
ANDVARI
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
51
fjallað um endurskoðun fjölskyldulöggjafar, fjölskylduáætlanir, fæð-
ingarorlof og framfærendahugtakið en Anna hélt fyrirlestur um síðast-
nefnda viðfangsefnið.135 Þótt hugmyndin um Kvennasögusafn hafi
orðið til þarna hafði Anna í ríflega tvo áratugi haldið til haga ýmsu
sem varðaði sögu kvenna eins og áður er að vikið. Upp frá þessum
fundi átti hugmyndin um að hliðstæðu safni yrði komið á fót hér á
landi hug hennar allan og varð takmarkið sem stefnt var að. Það bar
til tíðinda snemma árs 1974 að ákveðið var að stofna til norrænnar
samvinnu um rannsókn og söfnun heimilda um sögu kvenna. Fram-
kvæmdastjóri alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna, Helvi Sipilá,
mæltist beinlínis til þess að „kvennasögustofnunum“ yrði komið á
fót í aðildarríkjum samtakanna. Boð um þátttöku í ráðstefnu til
undirbúnings stofnunar norrænna kvennasögusafna í Gautaborg vor-
ið 1974 á vegum Norræna menningarsjóðsins barst til Islands og
bókasafnsfræðingarnir Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldurs-
dóttir sóttu ráðstefnuna. Upp úr því hófst undirbúningur þeirra og
Onnu að stofnun safnsins.136
Nokkur kvennasögusöfn voru þegar starfandi á Norðurlöndum en
mislangt á veg komin. Hvorki var búið að stofna formlega safn í Fæi-
eyjum né Finnlandi, í Noregi hafði verið hafist handa en lengst voru
Danmörk og Svíþjóð komin og merkasta safnið var í Gautaborg en
það var stofnað af þremur konum 1958 og hafði stuðlað að rann-
sóknum á kvennasögu og gefið út bækur. Anna fékk tækifæri til að
skoða safnið í Gautaborg á ferð sinni á fund í Samtökum norrænna
kvenréttindafélaga í Noregi sumarið 1972.1,7
Árið 1975 markar tímamót í sögu íslenskra kvenna og blómaskeið
gekk í garð. Stofnun Kvennasögusafns íslands á nýársdag á heimili
Önnu á Hjarðarhaga 26 í Reykjavík var fyrsti atburðurinn á alþjóða-
kvennaárinu hér á landi. Stofnskrá safnsins hefst á þessum orðum. „I
dag - 1. janúar 1975 - á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu
þjóðanna stofnum við undirritaðar heimildasafn til sögu íslenskra
kvenna sem ber heitið Kvennasögusafn íslands." Stofn safnsins eru
bækur, tímarit, handrit og önnur gögn sem Anna Sigurðardóttir gaf
safninu á stofndegi þess. Stofnendur eru auk Önnu bókasafnsfræð-
iagarnir Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir. Anna
sagði á blaðamannafundi í tilefni af stofnun safnsins að eiginlega
hefði hún aldrei beinlínis safnað bókum eða tímaritum en hins vegar
ekki heldur fleygt því sem hún hefði eignast. Er ótrúlegt hve mörgu