Andvari - 01.01.2000, Page 93
andvari
FARANDSKÁLDIÐ
91
búnað, styrjaldir, trúarlega hræsni og sinnuleysi almennings sem lætur
blekkjast af vestrænum áróðri. Um þetta fjalla flest ljóðin í syrpunni „Við-
töl og eintöl“ í Sprekum á eldinn. Par er t. d. Ijóðið „Líf meðfærilegt eins
og vindlakveikjarar“ um illfyglin sem „hafa fléttað sér hreiður úr ótta / og
lagt brothætt egg sín á eggjar flughamranna / á ystu nöf“, og öll eru þessi
ljóð svipmikill kveðskapur og myndríkur á máli sem er í senn frumlegt og
kraftmikið og hæfir vel hinni sterku sannfæringu sem í ljóðunum býr.
Hið sama má segja um Jarteikn sem líka er skipt í kafla og þar fylla
ádeiluljóðin einnig stærsta hlutann í syrpu sem heitir „Návígi“. Víetnam-
stríðið er yrkisefnið í löngu ljóði þar sem lýst er hvernig napalmsprengjurn-
ar breyta landinu í „grunnmúrað helvíti“ (,,Víetnam“). Einnig eru dregin
fram óhugnanleg áhrif styrjaldarinnar, t. d. þegar sannleikurinn er kistu-
lagður við kirkjutónlist (,,Nábjargir“). Ljóðið „Sálarlíf hinna þöglu vitna“
er brýning til þeirra sem þekkja stríðsglæpina en aðhafast ekkert, og þar
segir m. a.:
Reisið hástiga lýsingarorða að efstu gluggum:
í ýtrustu neyð engist sál ykkar í logum
á hallandi gólfi undir fallandi súð
flækt í heilaspuna köngurlóarvefi taugaflækjur
Rýnið einarðlega gegnum þessa glaseygu skelfingu
sem greinir líf frá lífi [. . .]
í þessum flokki er einnig ljóðið „Afríka“, áhrifamikið ljóð um þjóðir
Afríku þegar þær losnuðu undan nýlendukúgun á þessum árum.
Það er athyglisvert að einmitt í þessum heimspólitísku ljóðum, að ekki sé
talað um ljóðin í Imbrudögum, er Ijóðstíll Hannesar hvað myrkastur og
torskildari en í yrkingum hans um önnur hugðarefni.
Tíu árum eftir að Jarteikn komu út hafði Hannes lokið við handrit næstu
bókar sinnar, Örvamælis, en hún kom þó ekki út fyrr en 1978. í þeirri bók
fer ekki mikið fyrir ljóðum um alþjóðastjórnmál. Skáldið hefur endur-
skoðað viðhorf sín í þeim efnum eins og glöggt má sjá í „Leiðarljósunum“
sem er langt ljóð og birtir uppgjör við leiðsögn allrar hugmyndafræði. Og
°ú er ekki kveðið leynt þótt myndmálið móti stílinn sem fyrr. Skip með
þreytta áhöfn er á leið til fyrirheitna landsins, en þreyta og vonsvik er hlut-
skipti sæfarans sem leitar hafnar:
Leiðarljósin
Pað eru vofur hafskipa sem aldrei náðu
höfn. Þau standa á boðum og grynningum
sem þau eitt sinn steyttu við kili, á blind
skerjum, á vísdómstönnum djúpsins
sem rifu þau á hol og dreifðu farmi þeirra