Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 163

Andvari - 01.01.2000, Page 163
ANDVARI SKÁLDSKAPUR OG SAGA 161 laga ferli frá allegórískri hefð 18. aldar skálda á borð við Eggert Ólafsson og Benedikt Jónsson Gröndal til sambærilegrar hefðar skáldanna Stein- gríms Thorsteinssonar og Matthíasar Jochumssonar undir lok 19. aldar, þar sem «[h]inn rómantíski hringur hefur lokast og 19. öldin náð að bíta í skott- ið á sér» (308). Á þessari skoðun hnykkir Sveinn Yngvi bæði þegar hann segir að «hirðkvæði» Steingríms um Jón Sigurðsson frá 8. áratugnum sverji sig í ætt við ljóðagerð «frá því fyrir daga rómantíkur» (297), og þegar hann fullyrðir að «Aldamót Matthíasar [séu] á sinn hátt reikningsskil við bók- menntir 19. aldar, við þau sögulegu minni og form sem voru eitt helsta ein- kennið á íslenskri rómantík» (307). Um sögulegar ástæður og bókmenntalega þýðingu þessa «afturhvarfs» Steingríms og «reikningsskila» Matthíasar er Sveinn Yngvi fáorður, en hér er tvímælalaust hreyft við atriði sem bókmenntasagnfræðingar þyrftu að taka til athugunar. í slíkri könnun væri reyndar nauðsynlegt að gæta að hlutverki einstakra bókmenntagreina. Það þyrfti t. d. að kanna hvort «aldamótakvæði» og «hyllingar» fylgi ef til vill tilteknu mynstri sem sé hefðbundnara en önnur ljóðagerð og eigi því ekki að öllu leyti samleið með allra frumlegasta eða framsæknasta skáldskap síns tíma, m. ö. o. hvort slík kvæði séu dæmigerð þegar reynt er að kortleggja «einkenni og þróun» skáldskaparins. Við slíka rannsókn væri einnig eðlilegt að taka tillit til ann- ars kveðskapar skáldanna, og sjálfsagt væri að huga að viðhorfi þeirra til þess skáldskaparheims sem þau hrærðust í, bæði íslensks og erlends. I tengslum við þetta má t. d. spyrja: Gerði Grímur Thomsen ekki strax á 5. áratug 19. aldar upp sakirnar við drjúgan hluta þeirra evrópskra samtíma- bókmennta sinna sem Sveinn Yngvi myndi sjálfsagt kenna við rómantík, m. a. skáldskap Heines, og lýsti Matthías Jochumsson ekki líka sínum efa- semdum um þýska rómantík tuttugu árum síðar (1866) ?13 Eðlilegt virðist að huga að slíkum skrifum þegar reynt er að skýra þróun «íslenskrar rómantíkur», stöðu skáldanna í bókmenntalegu tilliti og viðhorf þeirra bæði til sögulegs skáldskapar og fortíðarinnar. Hér má sömuleiðis minna á að árið 1866 gekk Matthías svo langt að gagnrýna þau samtíma- skáld sem gerðu fornbókmenntirnar að fyrirmyndum sínum: «það stoðar eigi að stara gegn um töfra-skuggsjá ýktra fornsagna á löngu horfnar aldir, og segjast svo eigi sjá þar annað enn eintóma óbætanlega fegurð og frægð.»14 Sjálfur var hann sannfærður um að veröldinni hefði farið fram um flest á síðari árum; að fornöldin væri bæði «yngri og óreyndari» en samtím- inn og að fornskáldin hefðu ekki ort til jafns við «höfuðskáld vorra tíma». Ef tala má um «reikningsskil» Matthíasar við rómantískan söguskáldskap virðist nærtækara að rekja þau til slíkra ummæla en til aldamótakvæðis hans, og ekki er ólíklegt að í þeim sé að einhverju leyti fólgin skýring á skáldskap hans sjálfs og þeim mun sem er á honum og skáldskap ýmissa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.