Andvari - 01.01.2000, Síða 75
andvari
KIRKJAN í KENG
73
í nágrannalöndum okkar nema helst í Englandi. Róttækar guðfræðistefnur
á væng frjálslyndu guðfræðinnar koma fram meðal ungra guðfræðinga sem
gáfu út tímaritið Strauma á þriðja áratugnum.9
Biskuparnir frá 1908 til 1959, Éórhallur Bjarnarson, Jón Helgason, Sigur-
geir Sigurðsson og Ásmundur Guðmundsson, voru eindregnir fulltrúar og
talsmenn frjálslyndu guðfræðinnar. Ásmundi tókst að sameina presta hvar í
flokki sem þeir stóðu og hann naut trausts þeirra. En að loknum þessum
tíma urðu umskipti. íhaldssöm guðfræði, endurnýjuð í anda norska heima-
trúboðsins, lítúrgísku (þ.e. helgisiða-) hreyfingarinnar og sænskra guð-
fræðiáhrifa, komst til áhrifa og settist að völdum.
Ihaldssöm guðfrœði sest í öndvegi
Átökin milli frjálslyndu guðfræðinnar og þeirrar gömlu guðfræði, sem fyrir
var, voru býsna hörð innan kirkjunnar og má til sanns vegar færa að þau
hafi klofið hana í tvær allgreinilegar fylkingar þegar á öðrum áratug aldar-
innar.10 Um miðja öldin dregur til úrslita. Ásmundur Guðmundsson lætur
af biskupsembætti árið 1959 en Sigurbjörn Einarsson (f. 1911) tekur við. Því
fór fjarri að allir væru sáttir með úrslitin. „Guðfræðin tók ekki mikinn vaxt-
arkipp en stefna Sigurbjarnar hlaut opinberan sigur. Hvort hjarta íslenskr-
ar kirkju fylgdi með er meira efamál.“n
Með Sigurbirni eflist vegur hinnar íhaldssömu guðfræði, fyrst innan Há-
skólans og síðar með því að hann verður biskup, hægt og sígandi innan
kirkjunnar í heild. Með honum kemur einnig ný kirkjustefna sem kalla
aiætti kirkjuveldisstefnu þar sem kirkjan fær greinilegri afmörkun innan ís-
lensks samfélags en lengst af hafði verið í lútherskum sið. Þetta undirstrik-
aði séra Sigurbjörn einnig með þeim biskupsbúnaði sem hann tók upp:
meðal annars mítur. Með þessu verður kirkjan nánast ríki í ríkinu, stefnan
er tekin til aðgreiningar. Þeirri samstöðu kirkju og samfélags, trúar og
aienningar, sem verið hafði um langan aldur, er nú í fyrsta skipti ögrað.
Guðfræði Sigurbjarnar einkenndist einnig mjög af söguhyggju, endurreisn
Skálholts verður markmið sem sett er á oddinn og leitað er óspart í sjóði ís-
lenskrar trúarhefðar. Hin gömlu gildi trúarjátninganna eru hafin til fyrri
Vlrðingar, einnig friðþægingarkenningin og upprunasyndin, lítúrgíska
hreyfingin fær byr undir báða vængi og kvöldmáltíðarsakramentið er hafið
bl vegs og virðingar að nýju. Arfur kirkjunnar er kominn á dagskrá.
Reyndar er kirkjan sjálf komin á dagskrá í nýjum en samt ævagömlum
skilningi, kirkjan sem stofnun með langa sögu og merkar hefðir, áður höfðu
hirkjunnar menn fremur talað um trúna, kristnina eða kristindóminn.