Andvari - 01.01.1954, Page 7
andvaiu
Steinþór Sigurðsson.
Eftir jón Eyþórsson.
SKAPADÆGU R. Föstudaginn, hinn 31. októbermánaðar
1947, lagði Steinþór Sigurðsson af stað úr Reykjavík að áliðn-
um degi, ásamt þeim Áma Stefánssyni verkstjóra og Einari
Pálssyni verkfræðingi, austur að Heklu. Gosið var þá tekið að
rena, og ætluðu þeir félagar einkum að athuga hraunrennslið,
magn þess og stefnu. Frá því að Hekla hóf að gjósa, hinn 29.
ntarz um vorið, höfðu þessir þrír menn og ýmsir fleiri farið
nrargar slíkar ferðir til eldstöðvanna. Þeir fóru að Galtalæk um
kvöldið og gistu þar. Daginn eftir var veður gott og bjart. Lögðu
þeir félagar upp snemma morguns, óku yfir Rangá og upp á
Suðurbjalla, en þaðan gengu þeir að hraungígnum. Vom þeir
við eldana um daginn, en fóru um kveldið niður að Hólum og
gtstu þar. Á sunnudagsmorgun, 2. nóvember, héldu þeir enn af
stað eins og leið liggur upp skarðið sunnan undir Rauðöldum
°g inn með hlíðinni þar norður af. Aðalhraunið hafði lengi
runnið fram slakkann nyrzt á hlíð þessari, en þar hafði myndazt
svo mikill hraunbunki, að nú leitaði rennslið fram af hlíðarbrún-
inni nokkru sunnar og nær Rauðöldum. Fyrir gosið var lilíðin
um 200 m að hæð og mjög brött. Þar voru snjóskaflar nokkrir
h'á síðasta vetri, og hafði allþykkt, kolsvart öskulag lagzt yfir þá.
Þeir félagar gengu að næsta hraunfossinum, sem lá niður hlíð-
ma, og upp með honum. Fóru þeir allnærri hrauninu og tóku
kvikmyndir af framrás þess. Hafði Árni Stefánsson hætt sér mjög
nærri hrauninu, svo að hann varð miður sín af hita og settist