Andvari - 01.01.1954, Page 14
10
Jón Eyþórsson
ANDVARI
einna bezt í ljós, meðan hann hafði á hendi yfirstjórn á jarðbor-
unum ríkisins. Og síðustu viðfangsefni hans vom öll á sviði
jarðfræði og jarðeðlisfræði.
Á háskólaárum sínum tók Steinþór fullan þátt í félagsskap
stúdenta, var glaður og reifur í glöðum hóp, en gætti jafnan
hinnar fyllstu hófsemi. Lífsfjör hans var svo mikið, að hann
þurfti manna sízt á guðaveigum að halda til þess að hressa það.
KENNSLUSTÖRF. Að loknu nánri réðst Steinþór kenn-
ari að hinum nýstofnaða menntaskóla á Akureyri og hóf þar
kennslu haustið 1929. Kenndi hann einkum eðlisfræði og stærð-
fræði í lærdómsdeild og jafnframt stærðfræði í gagnfræðadeild
að nokkru leyti. Bera skólaskýrslur með sér, að hann hefur verið
í hópi þeirra kennara, er flestar kennslustundir höfðu á viku.
Veturinn 1933/34 var hafin stærðfræðideildarkennsla við skól-
ann, og tóku 10 nemendur úr IV. bekk þátt í náminu. Kom það
því í hlut Steinþórs að rnóta þá kennslu frá byrjun. Næsta vetur,
1934/35, kennir hann nemöndum úr IV. og V. bekk stærðfræði
og eðlisfræði eftir kröfum þeim, sem gerðar voru þá í þeim grein-
um í stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík. En sumarið
eftir flytur hann frá Akureyri og tekur við kennaraembætti við
Menntaskólann í Reykjavík.
Eins og síðar verður að vikið, kynntist Steinþór skíðaferðum
á Akureyri og lét sér upp frá því mjög annt um vetraríþróttir
nemanda sinna.
Sigurður skólameistari Guðmundsson getur þess í skólaskýrslu,
að Steinþór hafi tekið við kennarastöðu í Reykjavík og kveður
hann með þessum orðum: „Skólinn hér þakkar honuin óvenju
ósérplægið starf og ötulleik í embætti". Sýna þessi orð, að skóla-
meistari hefur fyllilega metið þá mannkosti Steinþórs, ósérplægni
og ötulleik, sem mest einkenndu hann. Hins vegar er þarna
ekkert persónulegt lof, enda munu þeir Sigurður og Steinþór
ekki hafa átt -fyllilega skap saman. Sigurður var húmanisti, en