Andvari - 01.01.1954, Page 15
ANDVAIU
Steinþór Sigurðsson
11
Steinþór realisti. Þar sem þeir voru, mættust ekki aðeins tveir
ólíkir menn, heldur og tvær mismunandi stefnur. Sigurður leit
á alla nemendur sem uppeldisbörn sín, og meðal þeirra átti hann
auk þess mörg óskabörn. Steinþór gerði öllum jafnhátt undir
höfði og lagði engan mælikvarða á nemendur nema frammistöðu
í eðlisfræði og stærðfræði, þótt hann kynni einnig vel að meta
áhuga þeirra og þroska í félagsmálum. Skólameistari átti stund-
um erfitt með að fella sig við það, að „ágætur piltur" og góður
íslenzkumaður fengi laklega einkunn í reikningi. „Steinþór er
kaldur maður“, sagði hann einu sinni við þann, er þetta ritar.
Ég þekkti þá Steinþór ekkert og gat hvorki játað því né neitað.
Kveðjuorðin í skólaskýrslu rifjuðu þetta upp fyrir mér. Og mér
er nú auðskilið, hvernig báðir þessir látnu vinir mínir voru ágætis-
menn, án þess að eiga annað sameiginlegt en óbilandi drenglyndi.
Einn af nemöndum Steinþórs á Akureyri, Númi Kristjáns-
son, ritar hlýleg kveðjuorð til hans haustið 1935 í skólablaðið
Muninn. Kemst Númi m. a. svo að orði:
„Hér hefur orðið mikil breyting, síðan við skildum í fyrra-
vor. Einn kennarinn er farinn frá skólanum. Það er Steinþór
Sigurðsson. Hann átti miklum vinsældum að fagna hjá nemönd-
um, og var það ekki að ástæðulausu, því að hann var mjög áhuga-
samur kennari, sem ávann sér traust og virðingu allra þeirra,
sem þekktu hann. Hann var með lífi og sál við starf sitt, svo
að unun var að nema hjá honum. En hann lét ekki þar við
sitja, heldur kom hann fram til góðs hér í skólanum á fleiri
sviðum. Má til dæmis nefna, að hann beitti sér mjög fyrir því,
að nemendur færu skíðaferðir upp til fjalla, sér til hressingar.
Einnig var það hann, sem átti frumkvæðið að því, að safnað
yrði fé til þess að reisa skíðakofa, er skólinn ætti sjálfur. í því
skyni var efnt til samkomu, og sá Steinþór um hana . . . Munu
nemendur minnast hans fyrir áhuga hans og dugnað að hrinda
frarn þessu máli, sem flestum þeirra var mjög hugleikið.
Steinþór Sigurðsson hafði hvergi verið kennari, áður en hann
fióf starf sitt hér við skólann. Hann var því óreyndur, er hann