Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 17
ANDVABI
Steinþór Sigurðsson
13
undir opinber störf, er ekki krefjast algerðar sérþekkingar. Svo
er t. d. um bæjarstjóra, forstöðumenn ýmissa ríkisstofnana og
einkafyrirtækja, starfsmenn í stjórnardeildum o. s. frv. Eftirspum
eftir hæfum mönnum til slíkra starfa fór mjög í vöxt á þessum
árum. Stúdentum fjölgaði ár frá ári, og fannst mörgum sem
þeim væri þröngur stakkur skorinn með hinum fábreyttu náms-
greinum, sem Háskólinn gat þá boðið, en fáir böfðu aðstöðu til
að stunda langt og dýrt nám erlendis.
Almenn hagfræði, bókfærsla, viðskiptareikningur og tungu-
mál urðu því eðlilegar námsgreinar við skólann. Að öðm leyti
kom það í hlut skólastjóra og kennara að skipuleggja fræðsluna
í einstökum greinum. Aðalkennari skólans varð Gylfi Þ. Gíslason,
þá ungur bagfræðingur með glæsilegan námsferil að baki. Tókst
þegar ágætt samstarf með þeirn Steinþóri, svo að skólastarfið
komst furðufljótt á greiðar götur. Ýmsir binna fyrstu nemanda
Viðskiptaháskólans hafa síðan gegnt þýðingarmiklum störfum í
þjóðfélaginu og borið í verki gott vitni skóla sínum.
Eftir að Viðskiptaháskólinn hafði starfað í þrjú ár, var tekin
upp hagfræðikennsla við Háskóla íslands. Viðskiptaháskólinn var
þá lagður niður sem sjálfstæður skóli, en að stofni til var hann
innlimaður í viðskiptadeild Háskólans. Hélt Steinþór áfram
kennslu í viðskiptareikningi við háskóladeildina eftir sem áður.
Nokkurs ágreinings gætti um stofnun Viðskiptaháskólans frá
upphafi og jafnvel afbrýðisemi. Hann ýtti vissulega undir stofn-
un viðskiptadeildar Háskólans. Steinþór lét allt hnútukast sem
vind um eyru þjóta, enda beindist það lítt að honum persónu-
lega. Hann var því meðmæltur, að skólinn sameinaðist Háskól-
anurn, enda lágu flestar námsgreinar Viðskiptaháskólans allfjarri
námi og áhugamálum Steinþórs.
Þegar stórstyrjöldin síðari skall á, lokuðust mjög leiðir ís-
lenzkra stúdenta til erlendra háskóla. Idins vegar var mikill skort-
ur á verkfræðingum, hér til margra starfa. Haustið 1940 lét
Verkfræðingafélag íslands þetta mál til sín taka og skipaði nefnd