Andvari - 01.01.1954, Page 25
andvari
Steinþór Sigurðsson
21
Rannsóknaráði falið að framkvæma ýmsar rannsóknir sem hrað-
ast. M. a. skyldi athuguð feitmetisþörf þjóðarinnar og framleiðsla
á manneldishæfu feitmeti í landinu. f öðru lagi skyldi rannsaka
allar helztu mómýrar landsins, mæla eða áætla móforða í þeim
og gera tilraunir með móvinnslu. Þetta verk framkvæmdi Stein-
þór á ótrúlega stuttum tíma. Skýrslur allar um þessi efni eru
óprentaðar, enda vannst Steinþóri alls ekki tími til að ganga frá
þeim til fullnustu. Af ósérhlífni sinni og áhuga tókst hann á
hendur fleiri verk en nokkrum mennskum manni var unnt að
komast yfir til fullnustu. Honum var aldrei fenginn vísindalega
menntaður aðstoðarmaður, þótt það væri bersýnileg nauðsyn.
Það væri því harla ósanngjamt að lá Steinþóri, þótt hann kæmi
ekki miklum ritstörfum í verk. Hann lét sjálf verkin sitja í
fyrirrúmi og niðurstöðutölur. Hitt varð að sitja á hakanum — og
situr enn.
Nú rættist betur úr siglingum og aðflutningum en á horfðist
í fyrstu, svo að móvinnsla og fleiri slík bjargráð vom lögð á hill-
una. Þá voru rannsökuð skilyrði fyrir sementsvinnslu og iram-
leiðslu á tilbúnum áburði. Loks var Rannsóknaráði falið að gera
tilraunir með jarðboranir eftir heitu vatni og sjá um framkvæmdir
þeirra víðs vegar um landið. Jafnframt var rannsakað vatns- og
hitamagn flestra hverasvæða landsins. Hygg ég, að Steinþór hafi
að fáum störfum gengið með meiri atorku en einmitt þessum
verkefnum. Við jarðboranir kom í Ijós hin ótrúlega þekking hans
á vélum og tækni. Oft gekk hann sjálfur að verki við boranir
og sparaði sig hvergi. Jarðboranir urðu umfangsmeiri með ári
hverju og öllum ljóst, að óhugsandi væri að ætla einum manni
að annast þær í hjáverkum. Var þá stofnað til Jarðborana ríkis-
ins í sambandi við Raforkumálaskrifstofuna. Veitir nú Gunnar
Böðvarsson verkfræðingur þeim forstöðu.
RANNSÓKNAFERÐIR. Þrátt fyrir mvgþætt störf heima
fyrir fór Steinþór allmargar rannsóknaferðir um hálendi íslands