Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 30

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 30
2ó Jón Eyþórsson ANDVARI Þetta var í fyrsta skipti, sem íslenzkir fræðimenn áttu kost á að rannsaka eldgos og fylgjast með því frá upphafi. Auk Stein- þórs lögðu margir sig ötullega fram við rannsóknirnar. Ber þar fyrst að nefna þá Sigurð Þórarinsson, Trausta Einarsson og Guð- mund Kjartansson. Fljótlega komst á eölileg verkaskipting milli þessara manna, og mun ritsafnið um HeklugosiÖ sýna ljósast, hvernig henni var varið. Ég hygg þó, að Rannsóknaráð með Steinþór í broddi fylkingar hafi átt mjög góðan þátt í því að greiða fyrir rannsóknum í heild og skipuleggja þær í aðalatriðum Víst er urn það, að þeir félagar gengu að Heklurannsóknum svo ötullega, að enginn erlendur fræðimaður kom þar nærri, nema sem gestur og áhorfandi. Er það atriði, þótt í smáu sé, sigur og viðurkenning íslenzkum náttúruvísindum. Þeir Steinþór og félagar tefldu oft á tæpasta vað í Heklu- ferðum sínum. Þeir hættu sér nálægt gígunum, þótt gosgrjóti rigndi niður í kringum þá. Einu sinni, er dálítið hlé var á gos- inu, hætti Steinþór sér niður í aðalgíginn til þess að safna sýnis- hornum lofttegunda þeirra, er lagði upp úr gígbotninum. Hann var vel búinn, með stálhjálm og gasgrímu og sterk hlífðarföt. Sakaði hann eigi að öðru en því, að hlífðarfötin dröfnuðu utan af honum, skömmu eftir að upp var komið. Ég veit fyrir víst, að Heklugosið var eitthvert mesta ævintýri og undur, sem fyrir Steinþór bar á lífsleiðinni. Það töfraði hann og seiddi til sín, — seiddi hans loks í dauðann. Á honum rættist hið rómverska spakmæli: Sjá hina æðstu fegurð og dey síðan. KVONFANG OG HEIMILI. Góðvinir Steinþórs héldu, að hann mundi alltaf eiga of annríkt til að hyggja á kvonfang og heimilisstofnun, en svo varð þó ekki, því að vorið 1938 giftist hann Auði, dóttur Guðrúnar Stefánsdóttur og Jónasar Jónssonar, fyrrv. ráðherra. Þau áttu alltaf heima á Ásvallag. 11, en sveita- heimili á Reykjum í Olfusi. Það kom nokkuð við sögu Heklu- ferðanna 1947. Þau Auður og Steinþór eignuðust tvö efnileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.