Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1954, Side 32

Andvari - 01.01.1954, Side 32
28 Jón Eyþórsson ANDVARI uppi á heiðunum, en kom snemma morguns að Brekku til að sækja sér vistir, er þar voru geymdar. Tveir danskir dátar voru í för með honum. Þeir hefðu víst kosið að hvíla sig í byggðinni. En Steinþór var ekki á því. Nú var að létta til, en undanfama daga hafði sorti legið á fjöllum. Ég veitti handtökum Steinþórs ósjálfrátt athygli. Hann gekk beint að því að sækja matarkassana inn í hús, hagræða í klyfjar og búa upp á hestana. Ekki féklcst hann um, þótt aðstoðarmönnum hans yrði verkfátt, en gerði sjálfur það, sem gera þurfti, og hélt svo af stað. Síðan fóru kynni okkar vaxandi. Við störfuðum talsvert að málum Ferðafélags íslands og rituðum m. a. í sameiningu lýs- ingu Kerlingarfjalla. En langnánust urðu lcynni okkar í ferðum þeim á Mýrdalsjökli, sem áður er drepið á. Steinþór var óvenju- legur samferðamaður. Hann virtist kunna allt og vita ráð við flestu. Aldrei man ég eftir, að neitt vantaði af því, sem Steinþór átti að sjá um, þegar í tjaldstað kom. Hann gat búið sig til ferðar og útilegu á fáeinum klukkustundum. Þar sem Steinþór var með í ferð, datt engum öðrum í hug að snerta við matseld, svo heitið gæti. í mesta lagi sóttum við vatn eða snjó í matinn og létum við tjaldskör, þar sem Steinþór gat seilzt til þess. Hann gekk allra manna þrifalegast um tjald og gætti þess vandlega, að vel væri farið með áhöld og farangur. Steinþóri var helzt fundið það til foráttu, að hann væri of fljóthuga og vildi gera allt sjálfur. Nokkuð var til í þessu að því leyti, að Steinþór var svo eljusamur, að honum féll aldrei verk úr hendi, og hann var líka bæði fljótvirkur og velvirkur. Menn sættu sig því fljótlega við það, að Steinþór gerði ýmislegt sjálfur, sem öðrum hefði öllu heldur borið að gera. Alla jafna fór Stein- þór gætilega og vissi vel, hvar hættur gátu leynzt. En hann átti líka til að sleppa varúðinni og fara beint. Ef félagar hans mót- mæltu hins vegar of miklu djarfræði, var hann fljótur að átta sig og slá undan. Mér er ekki grunlaust, að undir niðri hafi leynzt iiokkur ör- lagatrú með Steinþóri og því hafi hann stundmn látið skeika að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.