Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1954, Side 33

Andvari - 01.01.1954, Side 33
ANDVARI Steinþór Sigurðsson 29 sköpuðu. Hann var fremur seintekinn til kunningsskapar og vin- áttu, en trygglyndur. Hann var opinskár og dulur í senn. Trúar- brögð lét hann liggja milli hluta, en hin mikla gáta tilverunnar og lífsins lét hann ekki ósnortinn. Því var það, að hann kom flestum að óvörurn með ritgerð sinni: The Living World. Some Contribution to a theory of life from a physical 'point of view, er hann lét prenta og sendi kunningjum sínum síðasta árið, sem hann lifði. Mætti segja, að það væri líffræðileg viðfangsefni færð i stærðfræðilegan húning. Sigurður Þórarinsson getur þess í minn- ingargrein í Náttúrufræðingnum 1947, að ritgerð um svipað efni, eftir E. Schrödinger prófessor í Dublin, hafi borizt hingað nokkru eftir að Steinþór lauk við sína ritgerð. ITafi báðir tekið efnið sömu tökum og komizt að líkri niðurstöðu. — Schrödinger hlaut Nobelsverðlaun í eðlisfræði 1933. Má því með sanni segja, að áhugamál Steinþórs stæðu víða fótum. Eftir hann eru rúmlega 20 ritgerðir prentaðar um hin sundurleitustu efni í náttúrufræði. Er birt skrá um rit hans í Náttúrufræðingnum 1947 og í Árbók háskólans. Steinþór var maður í hærra meðallagi, grannholda og skarp- leitur, léttur til gangs og þolinn. Augun voru gráblá og festuleg, ennið hátt og hvelft. Hann var léttur í máli, kunni um margt að tala og skorti aldrei umræðuefni. Elann mun aldrei hverfa úr minni þeim, sem þekktu hann bezt. „DÓMUR OF DAUÐAN HVERN". Sú var tíð, að eigi þótti karlmannlegt að verða ellidauður, og skyldi góða fram- göngu meta meir en langa lífdaga. Hefur lengi eimt eftir af þeirri lífsskoðun meðal íslendinga. Fórnfýsi fyrir góð málefni er og verður jafnan hinn fegursti orðstír manna. Þess var áður getið, að víða hefðu staðið auð skörð og vand- skipuð í félagsmálum eftir fráfall Steinþórs. Kom þetta á ýmsan hátt fram í verki og má segja, að honum látnum væri sýndur allur sá sómi, sem beztu sonum lands og þjóðar verður í té látinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.