Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1954, Side 39

Andvari - 01.01.1954, Side 39
ANDVARI Tímatal í jarðsögunni 35 Síðasti hluti þessa tímabils, plíócen, hófst fyrir um 8 milljón- um ára, en á plíócen mynduSust skeljalögin á Tjörnesi. Ekki er aSferS þessi þaS nákvæm, aS ekki geti skakkaS milljón- urn ára í útreikningum; skiptir það ekki svo miklu máli, þegar um hundruð eða þúsundir milljóna ára er að ræða, en því nær sem dregur nútímanum, því íjarri verður nákvæmni slíkra ald- ursákvarðana þeim kröfum, sem gera verður um nákvæmni til tímatals. Til tímareiknings innan kvartertímabilsins, sem í heild er ekki meira en ein milljón ára, er aðferðin ónothæf. Kvartertímabilinu er af jarðfræðingum skipt í tvennt, jökul- tíma eða kvarter-ísöld og nútíma. Við sjálfan jökultímann eða kvarter-ísöldina, sem spennir yfir mestan hluta kvartertímabils- ins, hefir ekki enn fengizt annað altækt tímatal en það stjam- fræðilega, sem byggir á útreikningum Júgóslavans Milankowics á hinum períódísku eða síendurteknu breytingum á möndulhalla jarðar, lögun sporbrautar jarðar og færslu jafndægrapunkta á jarðbrautinni, en margir jarðfræÖingar telja þessar breytingar nægar til að skýra þær loftslagsbreytingar, er valdið hafa jökul- skeiðum og hlýviÖrisskeiðum á víxl. Samkvæmt þessu tímatali byrjar fyrsta jökulskeið fyrir 660 þúsund árurn, og því fjórða og síðasta, og þar með ísöld, lýkur fyrir röskum 20.000 árum. Þess er að geta, að þótt margir séu vantrúaðir á það, að þær sveitlur, sem hér er um að ræða, hafi getað valdiÖ þessum miklu lofts- lagshreytingum, eru menn þó ásáttir um, að þessar aldurstölur séu ekki fjarri lagi. Þótt það tímabil, nútíminn, sem liðið er frá lokum jökultím- ans, sé ekki langt, er það þó frá vorum sjónarhóli séð hið ])ýð- ingarmesta í jarðsögunni. 1 þeirn löndum, sem jökull huldi á ísöld, eru öll laus jarðlög mynduð í ísaldarlok og á nútíma. Þró- unarsaga mannkynsins frá frumstæðu steinaldarstigi til nútíma tækni gerist á þessu tímabili. Hér er því sérstök nauðsyn ná- kvæms tímatals, hæði fyrir jarðfræðinga og fomleifafræðinga. Skal nú í stuttu máli drepið á þær helztu þeirra tímatals aðferða, sem beitt hefur verið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.