Andvari - 01.01.1954, Síða 48
44
Sigurður Þórarinsson
ANDVARI
grýtisgrunnur landsins sé svipaðs aldurs og elzta blágrýtið á
Austur-Grænlandi og Norðvestur-Skotlandi, en það blágrýti er
samkvæmt jarðfræðirannsóknum á þessum landssvæðum frá upp-
liafi tímabilsins og þess vegna samkvæmt því, sem áður hefir
verið frá greint, 60—70 milljón ára gamalt. Það er ekki hár aldur,
miðað við heildaraldur jarðarinnar, en þó er þetta raunverulega
ákaflega langur tími, lengri en menn venjulega gera sér giein
fyrir. Eg skal skýra þetta með einu dæmi.
Flatarmál íslands er unr 100.000 knr, meðalhæð landsins
500 metrar, rúmtak þess því 50.000 knrh Hraun það, er vall
upp í síðasta Heklugosi, er um hálfur rúmkílómetri, reiknað
sem þétt berg. Það þarf því 100.000 Heklugos til að hlaða ísland
upp. Þótt Hekla gysi ekki slíku gosi nema hundraðasta hvert
ár, væri hún aðeins 10 miljónir ára að hlaða landið upp, og
gæti því hún ein verið búin að hlaða landið upp 6—7 sinnum,
síðan saga landsins hófst.
Gert helur verið ráð fyrir því, að kvartera ísöldin hafi gengið
hér í garð um svipað leyti og annars staðar eða fyrir um einni
milljón ára. Ekki er þó fyrir að synja, að jöklar hafi farið að
myndast á háfjöllum landsins alllöngu fyrr. Sem kunnugt er,
er harðnaðar jökulurðir að finna undir basaltlögum á nokkrum
stöðum, þar sem hlágrýtissvæði landsins jaðra við móbergssvæðin,
svo sem ofarlega í Esjunni og í hlíðum Fnjóskadals. Enn er
margt í óvissu um mörkin milli tertíera tímahilsins og jökultíma
í berggrunni landsins, en vera má, að hér megi úr bæta með
nýrri rannsóknaraðferð* sem ungur Hollendingur, Jan Hospers,
beitti hér við rannsóknir sumurin 1950 og 1951 og hlaut heims-
athygli fyrir. Sú aðferð byggist á því, að í jámríku bergi, svo
sem íslenzku blágrýti, er segulstefnan ei hin sama í öllum berg-
lögum, en bergið virðist halda þeirri segulstelnu, er það fékk,
þegar það storknaði. Breytir sums staðar skyndilega um segul-
stefnu, og er talið, að breytingin hafi orðið samtímis alls staðar.
Er því með mælingu segulstefnu möguleiki á að rekja saman
jafnaldra bergtegundir, hvar sem er á landinu, og ein slík segul-