Andvari - 01.01.1954, Page 54
50
Sigurður Þórarinsson
ANDVARI
Hi. Það má finna í Hreppunum og í öllum byggðum Norðan-
lands milli Hrútafjarðar og Axarfjarðar, en þykkast er það í
Austur-Húnavatnssýslu, og er þar 2—3 cm. víða. Austan Hyja-
fjarðar sést þetta öskulag aðeins í sumum jarðvegssniðum og er
þar víðast mjög þunnt.
Næsta ljósa lag er komið úr gíg, sem er rétt norðaustan við
Frostastaðavatn á Landmannaafrétti, og er sá enn nafnlaus. I
Hreppum, Landsveit, á Rangárvöllum og í Biskupstungum
er þetta lag greinilegt í jarðvegssniðum, og fundið hef ég það í
Svartárkoti og Suðurárbotnum í Ódáðahrauni. Sunnanlands má
þekkja þetta öskulag á því, að ofan á því er dökkgrátt lag, jafn
þykkt eða þykkra en það sjálft, og sandgróft. Frjólínurit mín úr
Þjórsárdal sýna, að þetta lag er myndað mjög skömmu fyrir land-
námsöld, og mun aldur þess vera um 1200 ár. Þar sem þetta
lag er að finna, er auðvelt að greina jarðveg, myndaðan eftir
landnámsöld, frá eldra jarðvegi, og getur það haft mikla þýð-
ingu, t. d. til að skera úr því, hvort uppblástur hefur færzt í auk-
ana við tilkomu mannsins.
Nokkru eldra er Ijóst lag, næstum örugglega úr Heklu, og
því nefnt H2, senr borizt hefur suður um Rangárvelli, er t. d.
mjög þykkt við Selsund. Utbreiðsla þess er ekki fyllilega rakin
enn og aldur þess líklega 1500—2000 ár.
Næsta lag er einnig úr Heklu, Ha, og er mesta öskulag, sem
myndazt hefur hér á landi síðan ísaldarjökla leysti. Þetta lag
hefur borizt til norðurs, og má rekja það allt frá Isafjarðardjúpi
austur og suður um til Berufjarðar, svo og um miðbálendið og
uppsveitir Suðurlands. Vott af ljósu lagi, sem líldegast er þetta
lag, er að finna allt vestur í mýramar kringum Reykjavík. Þetta
lag er víða norðanlands kallað „efra ljósa lagið" og er það Ijósa
lag, sem er mest áberandi í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, þar
sem það blasir hvarvetna við í mógröfum og moldarbörðum, og
er allt upp í 10 cm. á þykkt. Við aldursákvörðun þessa lags hef
ég gengið út frá því, að þeirrar miklu loftslagsbreytingar á mótum
bronz- og jámaldar, um 600 ámm f. Kr., er ég gat um áður, hafi