Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1954, Page 55

Andvari - 01.01.1954, Page 55
ANDVARI Tímatal í jarðsögunni 51 einnig gætt hérlendis, og hafi þá loftslag einnig hér breytzt skyndilega, frá hlýþurru í svalrakt. Er því mýrarjarðvegur miklu minna fúinn ofan á þessu lagi en undir því og um mómyndun er ekki að ræða ofan við það. Lurkalag það, sem er svo áberandi í mörgum mýrum, einkum norðanlands, hef ég talið myndað á hlýþurra skeiðinu, og efri rnörk þess, sem oft eru mjög skörp, hafa þá myndazt fyrir um 2.500 árum. Efra Ijósa lagið, EE, virðist liggja nokkru neðar en þessi mörk, og því hefi ég áætlað aldur þess 2.500—3.000 ár. Enn er ljóst lag, frá Heklu komið, Hí, sem víða nyrðra nefn- ist „neðra ljósa lagið“. Það er mjög svipaðrar útbreiðslu og H3 og mjög áberandi, einkum á Norðausturlandi, t. d. á Hólsfjöll- urn, og er það auðþekkt frá H3 á því, að efri hluti þess er mun dekkri en neðri hluti þess, gulbrúnn eða grábrúnn, þykktin er nokkru minni en efra ljósa lagsins. Erfiðara er að glöggva sig á aldri þess en H3, en af legu þess í jarðvegssniðum hef ég áður áætlað aldurinn 4500—5000 ár og mun líklega fullhátt áætlað og 4.000—4.500 ár vera nær réttu. Neðsta ljósa lagið í jarðvegi nyrðra er einnig frá Heklu komið, og nefni ég það Hs. Það er miklu minna áberandi en hin tvö síðastnefndu, er mjög fíngert, sést bezt í moldarjarðvegi og kemur þar fram sem gulleitur litur á moldinni; skýrast sést það í Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu, en fundið hef ég það allt austur að Brú á Jökuldal og vestur á Vesturdal í Skaga- firði. Aldur þess hef ég áður áætlað 7.000—8.000 ár, en það er enn tiltölulega lausleg ágizkun, og má vera að hún sé nokkuð of há. Við myndun öskulaganna Hs og H-t mun gróður hafa beðið mikinn hnekki víða um land. En því vil ég við bæta, að vart niun hætta á slíkri ösku úr Heklu næstu 150 árin a. m. k., því líparítgos virðast ekki koma úr íslenzkum eldfjöllum nema eftir mjög löng goshlé. Og trúað gæti ég því, að það rnuni verða leitt í ljós við nánari rannsókn, að manneskjur og skepnur hafi eytt meira gróðurlendi í þessu landi en öll eldgos samanlagt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.