Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 55
ANDVARI
Tímatal í jarðsögunni
51
einnig gætt hérlendis, og hafi þá loftslag einnig hér breytzt
skyndilega, frá hlýþurru í svalrakt. Er því mýrarjarðvegur miklu
minna fúinn ofan á þessu lagi en undir því og um mómyndun
er ekki að ræða ofan við það. Lurkalag það, sem er svo áberandi
í mörgum mýrum, einkum norðanlands, hef ég talið myndað
á hlýþurra skeiðinu, og efri rnörk þess, sem oft eru mjög skörp,
hafa þá myndazt fyrir um 2.500 árum. Efra Ijósa lagið, EE,
virðist liggja nokkru neðar en þessi mörk, og því hefi ég áætlað
aldur þess 2.500—3.000 ár.
Enn er ljóst lag, frá Heklu komið, Hí, sem víða nyrðra nefn-
ist „neðra ljósa lagið“. Það er mjög svipaðrar útbreiðslu og H3
og mjög áberandi, einkum á Norðausturlandi, t. d. á Hólsfjöll-
urn, og er það auðþekkt frá H3 á því, að efri hluti þess er mun
dekkri en neðri hluti þess, gulbrúnn eða grábrúnn, þykktin er
nokkru minni en efra ljósa lagsins. Erfiðara er að glöggva sig á
aldri þess en H3, en af legu þess í jarðvegssniðum hef ég áður
áætlað aldurinn 4500—5000 ár og mun líklega fullhátt áætlað
og 4.000—4.500 ár vera nær réttu.
Neðsta ljósa lagið í jarðvegi nyrðra er einnig frá Heklu
komið, og nefni ég það Hs. Það er miklu minna áberandi en
hin tvö síðastnefndu, er mjög fíngert, sést bezt í moldarjarðvegi
og kemur þar fram sem gulleitur litur á moldinni; skýrast sést
það í Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu, en fundið hef ég
það allt austur að Brú á Jökuldal og vestur á Vesturdal í Skaga-
firði. Aldur þess hef ég áður áætlað 7.000—8.000 ár, en það er
enn tiltölulega lausleg ágizkun, og má vera að hún sé nokkuð
of há.
Við myndun öskulaganna Hs og H-t mun gróður hafa beðið
mikinn hnekki víða um land. En því vil ég við bæta, að vart
niun hætta á slíkri ösku úr Heklu næstu 150 árin a. m. k., því
líparítgos virðast ekki koma úr íslenzkum eldfjöllum nema eftir
mjög löng goshlé. Og trúað gæti ég því, að það rnuni verða leitt
í ljós við nánari rannsókn, að manneskjur og skepnur hafi eytt
meira gróðurlendi í þessu landi en öll eldgos samanlagt.