Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 58
54
Sigurður Þórarinsson
ANDVARI
að ég væri dálítið taugaóstyrkur, er ég opnaði bréfið með aldurs-
ákvörðuninni. Þetta var nfl. nokkurs konar prófsteinn á ösku-
tímatalið. í jarðvegssniði því í Laxárgljúfri, er ég tók kolasýnis-
hornið úr, er einnig að finna ljósu lögin H3, H4 og Hs, og út
frá aldursákvörðun minni á H3, hafði ég þegar sumarið 1949
ákvarðað aldur Laxárhraunsins yngra og þar með kolalagsins
2.050 ± 250 ár. I greinargerð síðar hafði ég, út frá öskulögum,
komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi aldur, 2.050 ár, væri, ef nokk-
uð, aðeins of hár. Hvað sagði nú Yale-háskóli? 1.940 ± 270 ár.
Samræmið því eins gott og bezt varð á kosið. Hundruðum mold-
arbarða hafði ekki verið rótað sundur til einskis. Oskutímatalið
er í aðalatriðum rétt, og sú forsenda, að lurkalagið í mýrunum
hverfi á mótum bronz- og járnaldar, um 600 f. Kr., má teljast
sönnuð. Getur nú hver sem er í þeim landshlutum þar sem
ljósu Heklulögin er að finna, glöggvað sig á því, hversu hröð
jarðvegsmyndun hefur verið á ýmsum tímum og hversu hún
hefur aukizt síðustu þúsund árin. Þegar nú er hægt að svara ýms-
um mikilvægum spumingum, sem byrja á hvenær: Birkiskógar
hverfa að miklu leyti af íslenzkum mýrum fyrir um 2.500 ámm.
Laxárhraunið yngra er um 2.000 ára gamalt, og þar með gróður
og jarðvegsmyndun á því hrauni. Sama aldurs eru hinir frægu
Skútustaðagígir og aðrar gígaþyrpingar í Mývatnssveit. Mývatn
í sinni núverandi mynd er um 2.000 ára, og botnlög þess sunnan
Ytri-Flóa mynduð á 2.000 árum. Hinsvegar er Grænavatnsbruni,
sem kominn er ofan úr Ketildyngju og er sama hraun og þekur
norðurhluta Aðaldals (Laxárhraun eldra), allmiklu eldri en ösku-
lagið Hs, en yngri en lagið Hr, og aldur hans því B.500—4.000 ár.
í ritgerð minni um Hverfjall áætlaði ég aldur þessa mikla sprengi-
gígs um 2.500 ár, og breytir Carbon14 ákvörðunin engu þar um.
Um allar þessar tölur er þó þess að geta, að reikna verður með
hinni mögulegu mæliskekkju, um 270 ár til eða frá. Þótt aldur
Laxárhraunsins yngra sé samkvæmt Carbon14 ákvörðuninni 1940
ár, þýðir það ekki, að það hafi runnið einmitt árið sem Ágústus
keisari dó, en hins vegar er hægt að fullyrða, að það sé runnið eftir