Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 59
ANDVARI
Tímatal í jarðsögunni
55
að Pyrrhus vann sinn dýrkeypta sigur á Italíu og jafnöruggt er,
að það rann áður en Konstantínus varð keisari.
I merkri ritgerð, sem Guðmundur G. Bárðarson birti fyrir
röskum fjórum áratugum, sýndi hann fram á, að við Hrúta-
fjörð eru malarkambar um 5 m yfir sjó, sem einkennast af því,
að í þeim er nokkuð af skeljum nákuðungs (Purpura lapillus),
og hefur sjór því þá verið hlýrri við Norðurland en hann hefur
síðan verið allt fram á síðustu ár. Guðmundur gat af eðlilegum
ástæðum ekki ákvarðað aldur þessara kamba, en taldi þá mynd-
aða um sama leyti og lurkalagið í mýrunum. Ut frá afstöðu
þessara malarkamba til ljósu laganna H3 og Hi má nú fullyrða,
að þetta sé rétt hjá Guðmundi. Malarhjallamir mynduðust á
hlýþurra tímabilinu á steinöld yngri, en þeir munu ekki mynd-
aðir við landsig, eins og Guðmundur taldi, heldur vegna hækk-
unar yfirborðs heimshafanna, vegna þess hve mikið bráðnaði á
þessu hlýja tímabili af jöklum Grænlands og Suðurskautslands-
ins. Fullyrða má nú, að yngra Þjórsárhraunið við Þjófafoss sé
eldra en 2.500 ára og yngra en 4.000 ára og hraunið í Flóanum
sé eldra en 4.000 ára, en líklega ekki meira en 6.000 ára. Hólamir
háu kringum Hraun í Öxnadal em meir en 7.000 ára gamlir,
því ljósu lögin nyrðra er öll að finna ofan á þeim. Flin eigin-
lega keila Geysis er vngri en 2.500 ára, því að Ijósa lagið H3 gengur
inn undir hana. Ýmislegt mætti enn telja, en hér skal staðar
numið. Vonandi verður þess ekki lengi að bíða, að Carbon14
aldursákvörðun fáist einnig á öskulögunum H3, I Ii og Hs, en
sýnishom til aldursákvörðunar hins síðastnefnda hefur verið
sent til Hafnar. Fer þá að horfa vænlegar um skráningu jarð-
sögu Iandsins, síðan jökultíma leið, en þó em með þessu aðeins
stigin fyrstu skrefin á langri leið. Þær em svo ótal margar spum-
ingarnar viðvíkjandi þessari sögu, sem byrja með orðinu hvenær.