Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 62

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 62
58 Björn Þórðarson ANDVARI annars staðar en fyrir sunnan land, en þau þing sótti Hrafn ekki. Hann virðist þó hafa ætlað að verða við skipun konungs að fara utan um sumarið eins og lagt var fyrir handgengna menn. Hn á leið til skips „brást hann sjúkr“, en sonur hans, Jón korpur, fór. Guðmundur Hallsson fór utan samsumars og þegar til Noregs kom var sætt komin á milli Norðmanna og Svía og engi bardagi hafði verið háður. Hrafn hafði rétt að mæla, er hann kallaði út- boðið þarfleysu upphlaup. Framkvæmd hins almenna útboðs var þar með úr sögunni með öllu. Hvort einhverir handgenginna manna hafi farið utan með Guðmundi Hallssyni og orðið við kalli konungs er annað mál, en ekki segir frá utanför neins þeirra. Ætla má að Jón korpur hafi haft næg erindi að reka fyrir föður sinn, og túlka mál hans fyrir konungi. Eftir þetta segir ekki frá herútboði af íslandi til vamar Noregi eða öðrum löndum Noregskonungs. Allt til loka 14. aldar eru og engar sagnir um, að íslendingar hafi þurft að verja landið gegn sjóræningjum eða venjulegum ránsmönnum. En árið 1397 komu til Vestmannaeyja útlendir kaupmenn og drápu þar nafngreindan mann saklausan, „og urðu þar margir aðrir stórir áverkar" (Nýi annáll). Ekki er getið þjóðemis þessara kaup- manna, en ætla rná að þeir hafi verið enskir, því að upp þaðan er fjöldi enskra skipa hér við landið, aðallega til fiskveiða en einnig í verzlunarerindum. Á 15. og 16. öld var að jafnaði margt út- lendra skipa árlega hér við land, og lenti oft í hörðu rnilli út- lendinganna og landsmanna. Hér verður ekki rakið það sem heimildir — skjöl, annálar og sagnir — greina um þessi viðskipti eða þau illvirki, sem útlendingar unnu hér í landi á þessum öld- um, en aðeins skal getið tveggja atburða af þessu tagi, sins frá hvorri öld. Árið 1431 var háður bardagi milli enskra manna og Skag' firðinga á Höfðaströnd í Skagafirði nálægt kennileiti, sem þar eftir nefndist Mannslagshóll, en á síðari tímum nefnist Mann- skaðahóll. Tildrög til bardagans eru sögð hafa verið óráðvendni, glettingar, rán og djarftæki til kvenna. Sagt er að fallið hafi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.