Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1954, Side 66

Andvari - 01.01.1954, Side 66
62 Björn Þórðarson ANDVARI átt við einn sérstakan dóm — og alls ekki dóm sem gengið hefur á Alþingi —, þar sem talað er um ekki aðeins sýslumenn heldur og fógeta í fleirtölu. í Vopnadómi er það sagt, að nokkrir grunn- hyggnir sýslumenn og fógetar hafi framið og látið frernja það þokkalega athæfi eða hitt þó heldur, ekki tiltekið ár heldur fyrir fám árurn — eins og Björn á Skarðsá segir — sem með vissu þýðir það, að árið 1581 séu liðin fá ár síðan afvopnun almennings í landinu var alger. Þá skal hér getið athurðar er sýndi, að komin var önnur öld en er Skagfirðingar veittu Englendingum hina skörulegu mót- töku árið 1431. I Eyrarannál segir þannig frá: ,,Anno 1578. Komu ránsmenn útlenzkir á Vestfjörðu, sem ræntu víða fé manna og fjárhlutum, skemmdu margt og höndluðu illa bæði við karl- menn og kvenmenn í þrúgun og þvingun. Þeir tóku Eggert Elannesson til fanga, og var hann leystur með miklu gjaldi og gerðu silfri, af dóttur sinni Ragnheiði, í nær hálftunnu; þeirra foringi hét Jón Falck, hafði verið áður vetur í Bæ og hafði Eggert nokkra fálka fyrir honurn tekið. Þetta var orsök til þessarar ólukku. Þetta ránsskip vildi sigla inn í Ogur, en komst ei inn fyrir. Þeir komu í Súgandafjörð og skutu Jón í Vatnadal, en kona hans með annarri konu drápu tvo af þeim. Þessir strákar voru síðan hengdir í Elamborg". Eftir Ragnheiði er það haft á öðrum stað, að kvensilfrið (gerða silfrið), sem ræningjarnir fengu, hafi verið upp á 13 konur. Er Eggert var laus úr höndum ræningjanna fór hann sarn- sumars utan. í þessari ferð segir hann sjállur í skýrslu til Frið- riks II. Danakonungs frá aðförum ræningjanna við sig og sitt heimili og nokkuð frá framferði þeirra annars staðar á Vestfjörð- um. Segir þar, að áhöfn ræningjaskipsins hafi verið 70 manns og háttur þeirra sá að sigla inn á firðina og skilja 10 menn eftií um borð en 60 gengu á land vopnaðir byssum og lagvopnum- Fóru þeir um sveitirnar, drápu rnenn og svívirtu konur, ræntu öllu er þeir girntust, lausafé og lifandi peningi. Þeim mönnum, sem þeir töldu mestan feng í, héldu þeir með píningum og hót-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.