Andvari - 01.01.1954, Síða 66
62
Björn Þórðarson
ANDVARI
átt við einn sérstakan dóm — og alls ekki dóm sem gengið hefur
á Alþingi —, þar sem talað er um ekki aðeins sýslumenn heldur
og fógeta í fleirtölu. í Vopnadómi er það sagt, að nokkrir grunn-
hyggnir sýslumenn og fógetar hafi framið og látið frernja það
þokkalega athæfi eða hitt þó heldur, ekki tiltekið ár heldur fyrir
fám árurn — eins og Björn á Skarðsá segir — sem með vissu þýðir
það, að árið 1581 séu liðin fá ár síðan afvopnun almennings í
landinu var alger.
Þá skal hér getið athurðar er sýndi, að komin var önnur öld
en er Skagfirðingar veittu Englendingum hina skörulegu mót-
töku árið 1431. I Eyrarannál segir þannig frá: ,,Anno 1578. Komu
ránsmenn útlenzkir á Vestfjörðu, sem ræntu víða fé manna og
fjárhlutum, skemmdu margt og höndluðu illa bæði við karl-
menn og kvenmenn í þrúgun og þvingun. Þeir tóku Eggert
Elannesson til fanga, og var hann leystur með miklu gjaldi og
gerðu silfri, af dóttur sinni Ragnheiði, í nær hálftunnu; þeirra
foringi hét Jón Falck, hafði verið áður vetur í Bæ og hafði Eggert
nokkra fálka fyrir honurn tekið. Þetta var orsök til þessarar ólukku.
Þetta ránsskip vildi sigla inn í Ogur, en komst ei inn fyrir.
Þeir komu í Súgandafjörð og skutu Jón í Vatnadal, en kona hans
með annarri konu drápu tvo af þeim. Þessir strákar voru síðan
hengdir í Elamborg". Eftir Ragnheiði er það haft á öðrum stað,
að kvensilfrið (gerða silfrið), sem ræningjarnir fengu, hafi verið
upp á 13 konur.
Er Eggert var laus úr höndum ræningjanna fór hann sarn-
sumars utan. í þessari ferð segir hann sjállur í skýrslu til Frið-
riks II. Danakonungs frá aðförum ræningjanna við sig og sitt
heimili og nokkuð frá framferði þeirra annars staðar á Vestfjörð-
um. Segir þar, að áhöfn ræningjaskipsins hafi verið 70 manns
og háttur þeirra sá að sigla inn á firðina og skilja 10 menn eftií
um borð en 60 gengu á land vopnaðir byssum og lagvopnum-
Fóru þeir um sveitirnar, drápu rnenn og svívirtu konur, ræntu
öllu er þeir girntust, lausafé og lifandi peningi. Þeim mönnum,
sem þeir töldu mestan feng í, héldu þeir með píningum og hót-