Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1954, Page 81

Andvari - 01.01.1954, Page 81
ANDVARI Herútboð á íslandi og landvamir íslendinga 77 ins, Jón Sigurðsson, skorinorða ræðu um málið í heild og deildi allfast á nefndina fyrir tillögu hennar varðandi útboðið og lét svo ummælt, að það væri næsta óhentugt, að allir útboðuðu íslend- ingarnir ættu að fara úr landi án þess að séð væri neitt fyrir því, að þeir gætu verið til vamar fyrir ísland, því að engin vissa væri fyrir því að stjórnin sendi hingað skip til vamar. Það sýndist þó miklu eðlilegra að hafa varnarskylduna hér í landi. Er málið kom til atkvæðagreiðslu lágu fyrir tvær nýjar til- lögur frá þingmönnum. Hin fyrri frá Halldóri Kr. Friðrikssyni þess efnis: „Að þingið ráði frá, að útboðsskylda til hins konung- lega herflota verði lögð á Island að svo komnu“. Páll Sigurðsson bar fram svolátandi varatillögu: „Að skyldu til útboðs frá íslandi verði ekki krafizt fyrr en nokkrir íslendingar væri fyrst teknir til kennslu í herforingjaskóla í Danmörku og væru þaðan út- skrifaðir og síðan teknir á herskip þau, er ætti að taka við þeim íslendingum, er skyldaðir væri til útboðsins, og skip þau lægi svo hér við landið á sumrin“. Tillaga H. Kr. Fr. var samþykkt með 15 atkv. gegn 4 og tillaga nefndarinnar þar með fallin, og Páll Sigurðsson taldi einnig varatillöguna fallna niður. í álitsskjali þingsins til konungs í fjárhags- og útboðsmálinu eru rakin rækilega öll rök, sem fram vom flutt á þinginu gegn útboðinu og að endingu sagt, að þingið hafi ekki getað fundið annað, en að mjög ísjárvert væri að leggja á landið slíka ldut- tekningu í útboði til herflotans, sem stungið er upp á, og hljóti Alþingi því allraþegnsamlegast að ráða frá, að slík útboðsskylda til hins konunglega herflota verði lögð á ísland. f Nýjum Félagsritum 1858 minnist Jón Sigurðsson á afdrif útboðsmálsins á Alþingi 1857 og segir, að þingið hafi þar farið rétt að ráði sínu en bætir þessu við: „Annað mál væri það, að koma á fót reglulegum heræfingum á fslandi sjálfu á þann hátt, sem landinu væri hagkvæmastur, svo sem að menn almennt lærði skot, skilmingar og aðrar íþróttir, sem gæti kennt þeim bæði að bera sig vel og karlmannlega, og að verja hendur sínar ef á lægi; til þess væri vel verjandi bæði tíð og kostnaði“. (Bls. 99).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.