Andvari - 01.01.1954, Page 83
ANDVARI
Herútboð á íslandi og landvarnir íslendinga
79
í vörn föðurlandsins, eftir því sem nákvæmar kann að verða
fyrirmælt þar um með lagaboði" (Alþt. 1867, II. bls. 22). í at-
hugasemd stjórnarinnar við greinina sagði: „Þó að það hafi virzt
réttast að ákveða með bemm orðum í stjórnskipunarlögunum, að
sérhver. vopnfær maður skuli vera skyldur til að taka sjálfur þátt
í vörn föðurlandsins, hvað eð annars er vitaskuld, þá er ekki
fyrir það lögleidd nein landvarnarskylda á íslandi, heldur er lög-
gjafarvaldinu áskilið að ákveða, ef þörf gjörist, hvemig landvarn-
arskyldunni skuli háttað“. (Alþt. 1867, II. bls. 48).
Svo sem sjá má er kjarnaákvæði 63. gr. frumvarpsins sam-
hljóða að efni eða þýðing 90. gr. grvl., en sú grein var aðeins
staðfesting á gildandi lögum í Danmörku. Hinsvegar átti með
63. gr. stjómskipunarlagafrv. að lögleiða á Islandi „með berum
orðum“ heimild til herskyldu þar, þótt það annars væri „vita-
skuld“ að skoðun stjómarinnar, að þessi skylda hvíldi á íslend-
ingum. Löggjafarvaldinu var geymdur réttur, þangað til þörf
gerðist, að ákveða nánara með lögum, hvernig landvamarskyldu
lslendinga skyldi háttað. Af frumvarpsgreininni einni útaf fyrir
sig er það ekki ótvírætt, hvað felst í orðinu „föðurland" og hvaða
löggjafarvakl er átt við, sem áskilinn er réttur til lagasetningar
um landvarnirnar, en þetta skýrist við ákvæði fyrri málsgreinar
3. gr. sama frumvarps. A meðal sameiginlegra mála íslands og
Danmerkur, sem þar eru talin, er „vörn ríkisins á landi og sjó“,
en í þessurn málum „hefur ísland löggjöf og stjórn saman við
konungsríkið". En samkv. 4. gr. frvs. áttu öll sameiginleg lög að
öðlast gildi á íslandi með því einu að vera „kunngerð á fslandi
á íslenzku og dönsku“. Er af þessu Ijóst, að hinu sérstaka lög-
gjafarvaldi fslands var ekki ætlað að setja lög, er nákvæmar
mæltu fyrir um, hvernig landvarnarskyldunni skyldi háttað á
íslandi eða um varnir þess, heldur löggjafarvaldi danska konungs-
ríkisins einu. Alþingi gerði svo mikilvægar breytingar á frum-
varpinu, að því var synjað staðfestingar, og ein þessara breytinga
var sú, að í stað orðanna „vöm föðurlandsins" setti þingið „vöm
fósturjarðarinnar“.