Andvari - 01.01.1954, Side 86
82
Bjöm Þórðarson
ANDVARI
andi um Norðurlönd. Fáum mun liafa komið til hugar eigin-
leg hervæðing nokkurs ríkis þar, og í Danmörku var sá flokkur,
sem fór dagvaxandi, flokkur sósíal-demókrata, andvígur öllum
herbúnaði og kvað lögreglu eiga þar í landi að koma í stað hers.
f sambandslaganefndinni lagði íslenzki hluti hennar fram
skriflegan grundvöll fyrir umræðurnar. Var þar ekki minnzt á
hermál, en gert ráð fyrir, að gæzla fskveiðalandhelgi íslands
verði fyrst um sinn meðal sameiginlegra mála fslands og Dan-
merkur gegn því, að Danir hafi rétt til veiða þar með sömu skil-
yrðum og landsmenn sjálfir. f gagntillögum danska hlutans er
aftur á móti vikið að hermálum og sagt, að íslendingar, sem á
íslandi eru heimilisfastir, skuli eins og hingað til vera undan-
þegnir landvarnarskyldu rikisins og úr ríkissjóði skuli greidd
gjöldin til varna á sjó og landi, og telst þar til gæzla veiðiréttar
ríkisþegnanna við strendur ríkisins. Þessu atriði sameiginlegu
málanna, sem var í einum og sama lið í tillögum danska lilut-
ans, skiptir íslenzki hlutinn í næstu tillögum sínum í tvo liði á
þessa leið:
1. Landvarnir út á við, þó svo að íslendingar, sem heimili
eiga á íslandi, skulu eins og hingað til vera lausir við
herþjónustuskyldu, og eigi skal hervirki gera á íslandi né
hernaðar-ráðstafanir, nema verja þurfi landið fyrir yfir-
vofandi árás útlendinga;
2. Gæzla iiskveiðaréttarins innan landhelgi Islands, að
áskildum rétti fslands til að auka það eftirlit.
í tveimur uppköstum til sambandslaga, sem danski hlutinn
lagði nú fram með stuttu millibili, gerði hann enga efnisbreyt-
ingu á fyrri tillögum sínum um varnir á sjó og landi og gæzlu
fiskveiðaréttar, en bætti við herflaggi í tölu sameiginlegu mál-
anna. í næstu tillögum íslenzka hlutans hljóðaði liðurinn um
hervarnirnar þannig: „Flervamir á sjó og landi, sbr. þó 57. gr.
stjórnarskrárinnar frá 5. janúar 1874“. En við liðinn um gæzlu
fiskveiðaréttar var því viðbætt, að hana mætti auka „eftir sam-
komulagi við Danmörku". Nú gekk málið til undimefndar skip-