Andvari - 01.01.1954, Side 87
ANDVARI
Herútboð á íslandi og landvarnir íslendinga
83
aðrar tveimur mönnum frá hvorri hlið, og var af undirnefndinni
bætt inn í hervarnarliðinn, eins og íslenzki hlutinn hafði síðast
orðað hann, orðunum „ásamt gunnfána" á eftir orðunum „á sjó
og landi". Ennfremur var ákveðið í 9. gr. frvs. undirnefndarinn-
ar, að hervarnirnar væri óuppsegjanlegt sameiginlegt mál, og varð
sú lokaniðurstaðan í samningsuppkasti sambandslaganefndarinn-
ar. — Við þenna lið uppkastsins gerði Skúli Thoroddsen svo þá
breytingartillögu, að á eftir orðunum „5. janúar 1874“ komi:
„Herskaparumhúnað eða herskaparráðstafanir má ekki gera á
íslandi nema stjórnarvöld Islands hafi veitt til þess samþykki
sitt. — Leitazt skal sem fyrst við að fá friðtryggingu hins íslenzka
ríkis viðurkennda að alþjóðalögum“.
Þegar frumvarps-uppkastið kom til meðferðar þjóðar og þings
hér á landi árin 1908 og 1909, var hervarnaákvæði þess eitt þeirra
atriða, sem megnastri andúð sætti, því að íslendingar hefði að
réttum lögum engin hermál. Islandi stafaði einungis hætta af
þessum áformuðu sameiginlegu hervömum, ef Danmörk lenti í
ófriði, og um hervemd Islands af hálfu Dana gæti vart orðið að
ræða, þótt þeir væri af öllum vilja gerðir í því efni. I frumvarpi
því sem Alþingi samþykkti 1909 um samband íslands og Dan-
merkur var ekki minnst á hervarnir eða hermál meðal sambands-
málanna, en meðal þeirra var: „Gæzla fiskveiða í landhelgi ís-
lands, að óskertum rétti íslands til að auka hana“.
Þegar samningaviðræður milli íslendinga og Dana um sam-
bandsmálið hófust aftur árið 1918, var afstaða Islendinga til her-
mála og landhelgisgæzlu hér við land vitanlega alveg óbreytt frá
árunurn 1908 og 1909. Þeir vildu alls ekki keðja þessi mál
saman á sama hátt og Danir höfðu enn hug á að gera. Er
dönsku fulltrúarnir í sambandslaganefndinni 1918 gerðu í fyrstu
skriflega grein fyrir, hver mál skyldu vera sameiginleg milli iand-
anna, voru þar á meðal hervarnir, „Hævdelsen af Omraadernes
Ukrænkeliphed", oo har í innifalin gæzla fiskveiðaréttar í land-
helgi. Islenzku fulltrúarnir tóku þegar til andsvara gegn þessu,
þar eð ekki geti verið urn að ræða hermál, er ísland varði. ísland