Andvari - 01.01.1954, Síða 89
andvaiu Herútboð á íslandi og landvarnir íslendinga 85
sjálfnr þáitt í vörn landsins, eftir því sem nákvæmar kann að
verða fyrir mælt með lögnm'.
Á árinu 1919 reis Þjóðabandalagið á legg og stórveldin sýndu
í verld, að þau virtu frelsi og sjálfstæði smáþjóðanna. Óvinsam-
leg innrás herveldis í ísland var því vart hugsanleg, enda hafði
slíkt aldrei borið við frá upphafi íslandsbyggðar. Landið gat
þess vegna haldið virðingu sinni sem fullvalda ríki, þótt það
hefði engan her. Með ákvæði 71. gr. stjskr. var samt sem áður
þeirrar varúðar gætt, að herútboð gæti átt sér stað með einföldu
lagaboði. Og með lögurn um landhelgisvöm frá 28. nóvbr. 1919
sýndi íslenzka ríkið, að það ætlaði sjálft að halda uppi lögum
og rétti bæði gegn útlendri ágengni og innlendum lögbrjótum
á sviði landhelginnar.
Eftir auglýsingu ævarandi hlutleysis íslenzka ríkisins liðu
svo rúmir tveir áratugir þannig, að ekkert ríki óvirti eða skerti
hlutleysi þess. En í maímánuði 1940 gerðist sá atburður, að
hernaðarinnrás var gerð í landið gegn mótmælum ríkisstjómar-
innar en án virkrar andstöðu. Elér var þó ekki óvinaher á ferð,
þvert á móti, það var brezkur her, sem hingað var kominn, af því
að brezka stjórnin taldi óhjákvæmilegt að hernema hér í land-
inu vissa staði, sem vom hernaðarlega þýðingamiiklir, til þess að
afstýra þvi, að Þjóðverjar næði þeirn. Talsmaður brezku stjóm-
arinnar gaf ríkisstjórn íslands þá yfirlýsingu, að markmið brezku
stjórnarinnar með hersetningu á íslandi væri það eitt, að hindra
Þýzkaland í að ná á sitt vald íslenzku forráðasvæði, og að brezki
herinn yrði ekki degi lengur í landinu en nauðsyn krefði vegna
styrjaldarinnar.
Það er ekki ætlunin að segja hér sögu þessarar hersetningar,
sem af hálfu Breta var ótvíræð hernaðamauðsyn og íslandi til
hamingju eftir því sem um var að gera. En með henni var að
engu orðinn sá draumur, að ísland gæti með yfirlýstu hlutleysi
einu saman haldizt utan athafnasvæðis stórvelda Evrópu í styrjöld
eins og árin 1914—1918. Það var staðreynd, að landið var í þessu
falli komið í sömu aðstöðu til styrjaldaraðila og önnur smáríki