Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 91
andvaiu Herútboð á íslandi og landvarnir íslendinga 87
verið stjómað undir öruggri vemd Breta og Bandaríkjamanna.
En það sem Bretland og Bandaríkin hafi gert, hafi þau aðhafzt
til að vemda þjóðarhagsmuni sína, enda þótt það hafi orðið til
þess að bjarga íslandi undan nazistum. Og hið litla lýðveldi sýnir
það sérstaklega greinilega, sagði The Times, hversu þýðingar-
mikið sameiginlegt öryggi verður öllum smáríkjum á vestur-
strönd Evrópu. — New York Times fómst orð á þessa leið: ís-
lendinga má taka sem greinilegt dæmi um eðli sjálfstæðis. Frjálsir
geta þeir einungis verið í frjálsum heimi. Veldi þau, er ráða
legi og lofti um Atlantshaf, hljóta að ráða fyrir íslandi og nota
landið, ef á þau er ráðizt. Enda þótt nú sé landið með samþykki
þjóðarinnar notað fyrir hernaðar- og flotastöð, myndi mótmæli
eigi hafa stöðvað þau afnot. ísland átti á milli hernáms nazista
og Bandamanna að velja. Vér hljótum að óska íslenzka lýðveld-
inu friðar og farsældar, en þær óskir eru undir því komnar að
friður vinnist og farsæld fyrir allan heiminn. — Síðar um sum-
arið 1944 tóku svo amerísk hlöð, þar á meðal New York Times,
að hamra á því, að Bandaríkin þyrftu að fá herstöðvar á íslandi
til frambúðar. I viðtali, sem eitt blaðið átti við einn helzta forystu-
mann öldungadeildar Bandaríkjaþings, var eftir lionum haft, að
það væri lífsnauðsyn fyrir Bandaríkin að hafa hemaðarstöðvar
á íslandi að stríðinu loknu. Enginn vafi getur á því leikið, að
ummæli þessa stjórnmálamanns hafa verið í samræmi við skiln-
ing og áform Bandaríkjastjómar þegar á árinu 1944, þar sem
ltún á næsta ári fór þess á leit við ríkisstjóm íslands að fá hér á
leigu til 99 ára stöðvar fyrir flugher og flota. Af þessum leigu-
samningi varð þá ekki sökum neitunar íslendinga, en í hans stað
var gerður samningur um hernaðarleg afnot Bandaríkjanna af
Keflavíkurflugvelli 7. október 1946, en hervemdarsamningurinn
frá 1941 jafnframt felldur niður. Síðan var Keflavíkursamningur-
inn felldur niður með varnarsamningnum milli íslands og Banda-
ríkjanna 5. maí 1951, þar sem Bandaríkin fyrir hönd Norður-
Atlantshafsbandalagsins — sem ísland er aðili að — takast á hend-
ur varnir íslands. Inngangsorð samnings þessa skulu tekin hér